Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Qupperneq 35
37
Svalbarðshreppi og Öxarfjarðarhreppi, í Norður-Þingeyjar-
sýslu. Samkvæmt mælingum Bjarna E. Guðleifssonar bú-
fræðikandidats, sem stundar framhaldsnám, er mest snýst
um rannsóknir á kali, reyndist í Svalbarðshreppi:
Nýjar sáðsléttur frá í fyrra (1967), um 5% kal.
Sáðsléttur 2—5 ára gamlar, kal um 72%.
Eldri sáðsléttur og önnur tún, kal um 78%.
Þessi útkoma hygg ég að segi okkur mikil sannindi og
alvarleg.
Aður en dregnar eru ályktanir af þessari reynslu, verð-
um við að átta okkur á því, að það er talin gömul og segja
má algild regla við ræktun sáðtúna á norðlægum slóðum,
að sáðgróðurinn er viðkvœmastur og honum mest hœtta
búin hinn fyrsta vetur eftir sáningu. Komi ný sáðtún
óskemmd og vel til höfð undan þeim vetri þykir framtíð
sáðtúnsins tryggð til þess aldurs, sem venjulegur er á þeim
slóðum, og við þá ræktunarháttu, sem við er búið á hverj-
um stað.
Samkvæmt þessu er eðlilegt að álykta sem svo, að þar sem
nýjar sáðsléttur, ársgamlar, hafa reynzt vel framgengnar
og lítt kalnar eða ekki, þar liafi ekki, að öðru jöfnu, verið
um mjög hættulega kalveðráttu og aðstæður að ræða. Er ég
segi að öðru jöfnu, er auðvitað átt við það, að sáðsléttan
sem lifir og landið sem hefir kalið sé sambærilegt um legu,
jarðveg o. s. frv., svo sem framræslu, þar sem mýrlent er.
Hér má ekki bera saman annarlegar aðstæður og mis-
munandi land.
Við góða og skynsamlega ræktun á það ekki að koma
fyrir, að sáðgróður, sem lifir af hinn fyrsta vetur og það i
kalhættutíð að vetri og vori, drepist á öðru eða þriðja ári
við svipað tiðarfar eða ekki verra. Eða með öðrum orðum
sagt, það er andstætt allri reynslu, og það má jafnvel segja
andstætt allri skynsemi að gera ráð fyrir því, að sáðgresi
þoli betur áföll og harðræði, svo sem kalveðráttu, hinn
fyrsta vetur heldur en annan, þriðja og jafnvel fjórða vetur
sáðtúnsins. Hitt getur svo verið með eðlilegum hætti, að
sumar tegundir sáðgrasa fari að ganga úr sér, grösin að tína