Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Side 90
92
Sé litið íyrst á hámarkshita dagsins má sjá, að fremur lítill
munur er á meðalhámarkshita og hámarkshita á heiðskír-
um döoum að sumarlagi. Þó er hann heldur hærri á heið-
skírum dögum. Bendir þetta til þess, að aukin inngeislun
nýtist fremur til annars en að hita upp loftið í lægstu lögum.
Maímánuður sýnir óeðlilega lágt hámark á heiðskírum dög-
um, og stafar það af því, að heiðríkir dagar voru fyrri hfuta
mánaðarins og í mjög köldu lofti. I’ess vegna er meðaltal
þeirra daga ekki einkennandi fyrir mánuðinn í heild. Taka
verður tillit til þessa þá mánuði sem meðalhiti breytist ört
frá upphafi til loka mánaðarins. Að vetri til er hámarkshiti
á heiðskírum dögum miklu lægri en meðalhámark, enda
oftast heiðskírt í köldu lofti os; dasar stuttir að auki.
Myndin sýnir, að lágmarkshiti á heiðskírum dögum er
alltaf miklum mun lægri en meðallágmark. Rétt er að vekja
sérstaka athygli á því, að lágmarkshiti á heiðskírum dögurn
fer að meðaltali yfir frostmark aðeins í júlí. Alla aðra mán-
uði eru mestar líkur á að frost sé í 20 cm hæð að næturlagi
i heiðskíru veðri. Allt bendir þetta til mikilla áhrifa útgeisl-
unar að næturlagi, og myndi lofthiti væntanlega aldrei fara
undir frostmark að sumri, ef ekki kæmi til aukin kæling
vegna hennar.
Á 3. mynd má sjá krossa, sem sýna hæsta hámark og lægsta
fágmark, sem mælzt hefur í hverjum mánuði fyrir sig á
timabilinu jan. 1965 — okt. 1967. í töflunum, sem hér íylgja
er gefið upp hæsta hámark í annarri, en lægsta lágmark í
hinni, og síðan dagsetning og stutt veðurlýsing. Rétt er að
líta nánar á töflurnar tvær og þá fyrst á hæsta hámark.
Veðurlýsingin sýnir, að hæsta hámark hefur oft mælzt, þegar
hlýr loftmassi hefur verið yfir stöðinni, og með súld, eða
rigningu. Einkum á þetta við að vetri til, t. d. mánuðina
janúar, febrúar, inarz, október og nóvember. Það er því
hitafar í loftmassanum sjálfum, sem oftast ræður því, hve-
nær hámark verður hæst en l)ein inngeislun hefur minna
að segja. Aðeins í júní og ágúst hefur hæsta hámark mælzt
í norðanátt og léttskýjuðu veðri.
Hin taflan sýnir, að lægsta lágmark hefur alltaf orðið í