Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Blaðsíða 56
58
starfa í tveim deildum og veita garðyrkjunemendum sér-
fiæðslu í garðyrkju, bóklega og verklega. í yngri deild áttu
nemendur aðallega að læra garðyrkjusíörf, er viðkomu uti-
ræktun, en í efri deild einkum ræktunarstarfsemi í gróður-
húsum.
Þegar skólinn hóf starf sitt, tók hann við gamalli garð-
yrkjustöð, sem var að flestu ábótavant um byggingu og ann-
an útbúnað, sem til gildis gæti talizt skólagarðyrkju. Gróð-
urhús voru jrá rúmir 700 ferm., er öll þurftu margvíslegrar
lagfæringar við, og voru þau öll fljótlega endurnýjuð og
þeim gjörbreytt. Garðlönd skólans voru óheppileg vegna
þess hversu jarðvegurinn var leirborinn og kísilblandinn, og
var þeim görðum fljótlega breytt í tún.
Það var mjög bagalegt og skaðlegt fyrir ræktunarstarfið
fyrstu árin, hversu lítill og ónógur hiti var í gróðurhúsun-
um. En á fyrstu árum skólans voru framkvæmdar boranir
eftir heitu vatni með ágætum árangri, þannig að það rættist
úr þeim vanda.
A síðustu árum fyrir síðari heimstyrjöldina voru miklir
fjárhagsörðugleikar, og var því af ríkisins hálfu engin tök
á að gera skólann þannig úr garði, að viðunandi gæti talizt.
Var skólinn því neyddur til að taka stórlán og steypa sér í
miklar skuldir til nauðsynlegustu framkvæmda, sem allar
kostuðu mikið fé. Hjá efnaðri þjóð, sem hefði haft áhuga
og vilja til að veita fé til garðyrkju, hefði verið hægt að fá
lærða iðnaðarmenn til allra vandaverka, en hér var fátæk
stofnun, sem varð að vera sjálfbjarga. Það varð að gera gróð-
urhúsin svo arðberandi, að þau gætu staðið undir þeim
húsakosti, sem var nauðsynlegur á staðnum.
Við þessi kjör varð Garðyrkjuskólinn síðan að búa í rúm-
an aldarfjórðung, frá hálfu þings og stjórnar. En Ingólfur
Jónsson, landbúnaðarráðherra, breytti stefnu ríkisvaldsins
til Garðyrkjuskólans á myndarlegan hátt, er á fjárlögum
1961 var veitt fyrsta fjárveitingin til nýs skólahúss á Reykj-
um, sem svo mikil þörf var orðin fyrir og sem svo lengi
hafði verið barizt fyrir.
Fram að þeim tíma varð að notast við timburskálann frá