Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Qupperneq 41
43
mýra í einni af góðsveitum landsins, og um leið af misskiln-
ings-notkun Skerpiplógsins. Þannig hefir hann komið lítt
að gagni, til ræktunarbóta, enda þess ekki að vænta, eins
og til hefir verið stofnað. Hins vegar virðast ekki þar í sveit
hafa komið fram gallar á ræktun hins Skerpiplægða lands,
um fram það sem gengur og gerist við ræktun þar um
slóðir. Vitað er að þar hefir verið plcegt vel með Skerpi-
plógnum, og vafalaust ástundað að jafna flögin vel.
Þá leita ég fregna hjá Pálma Einarssyni landnámsstjóra.
Hann lét mér í té, hinn 10. júlí 1968, upplýsingar um
notkun Skerpiplógsins á vegum Landnáms ríkisins 1953—
1967, sem ég tek hér upp orðréttar:
„Með tilvísun til fyrirspurnar þinnar um, hver reynsla
Landnáms ríkisins væri af notkun Skerpiplógs, sem stofn-
unin hefur átt og notað til jarðvinnslu síðustu 15 ár, og
um hverjar vinnsluaðferðir hefðu verið notaðar í sambandi
við notkun plógsins, skal eftirfarandi tekið fram:
Á árunum 1953—1967 hefur Landnám ríkisins árlega
notað plóginn. Að meiri hluta hefur það land, sem brotið
hefur verið, verið framræst mýrlendi.
Plægingardýpt hefur verið frá 25—40 cm á meiri hluta
landsins, en í einstaka tilfellum hefur verið plægt allt að
65 cm djúpt, en af heildarvinnslunni má telja þá vinnslu-
dýpt til undantekninga.
Við frumplægingu lands hafa náðst mjög svipuð afköst
og með þrískornum akurplóg.
Djúpplæging hefur að nokkru verið viðhöfð í Olfusi og
Þverholtum í Álftaneshreppi. Á öðrum stöðum hefur verið
viðhöfð almenn vinnsludýpt allt að 40 cm. Aðalvinnslu-
staðir hafa verið, auk þeirra sem áður eru nefndir, Auðkcda
í Austur-Húnavatnssýslu, landnámssvæðið í Ljósavatns-
hreppi, Hjaltastaðaþinghá og Stóri-Bakki á Fljótsdalshéraði,
Reykhólar í Austur-Barðastrandarsýslu, Ásgarður og Sval-
barð í Dölum vestra og Kaldrananes í Strandasvslu.
Ræktunaraðferðir liafa í stórum dráttum verið þannig: