Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Page 101
103
svæðinu er landið enn að byggjast upp, enda eru þar enn
virkar eldstöðvar, og allt er landið þar fremur ungt á jarð-
sögulega vísu, dalir lítið grafnir og fjöll ekki teljandi ef frá
eru skildir móbergsstaparnir svonefndu, sem eru eldfjöll
frá Jökulöldinni. Vegna þess hve landið er ungt og ómótað
er það afar viðkvæmt fyrir hvers konar hnjaski af manna
völdum. Því má líkja við ungling, sem enn hefur haft lítil
kynni af harðneskju mannlífsins. Þetta land þarf því meiri
verndar en vesturhlutinn, enda hafa þar fyrir löngu skapazt
alvarleg vandamál í umgengni mannsins við landið, mál,
sem hafa vakið athygli alþjóðar. Gegnir því furðu, að á
þessu svæði skuli enn engar verulegar friðunarráðstafanir
hafa verið gerðar.
Vestara svæðið er jarðsögulega miklu eldra og mótun þess
mun lengra á leið komin. Þó eru þar einnig tiltölulega ung
svæði, líklega byggð upp á Jökulöld, og er Skaginn stærst
þeirra, og eyjarnar í Skagafirði heyra því einnig til. Þá eru
einnig víða á svæðinu nýmyndanir, sem orðið hafa til við
að stykki hafa hrunið úr fjöllum, svokölluð framhlaup eða
hraun, og setja þau víða mikinn svip á landslagið. Þó er
landslag á vestara svæðinu fráleitt eins viðkvæmt eins og
á eystra svæðinu.
Um miðbik Norðurlands, í hálendinu milli Eyjafjarðar
og Skagafjarðar eru jöklar ennþá virkir í landmótuninni.
Þeir ná þó hvergi niður á láglendið, og því eru hinar ungu
menjar þeirra enn í lítilli hættu af mannavöldum.
Á öllu Norðurlandi eru augljós merki um framburð
hinna stóru vatnsfalla, enda hafa þau fyllt upp alla hina
gömlu firði að meira eða minna leyti, nema Eyjafjörður og
Hrútafjörður virðast hafa sloppið að mestu. Á eystra svæð-
inu hefur hraunrennsli einnig átt þátt í að fylla upp firðina.
Aftur á móti hefur svo Ægir brotið dálaglega sneið utan
af nesjunum, og brýtur enn. Hin tignarlegu sjávarbjörg á
nesjum og eyjum, eigum við honum að þakka, en í sumum
þessara bjarga eru auðugar fuglabyggðir. Nokkru skilar
hann landinu aftur, með því að þvergirða víkur og firði,
sem víða má sjá á miðhluta Norðurlands.