Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Blaðsíða 76
78
vetri og þó bezt á vorin, þegar gróandinn, sem margir hér
kalla „næli“, fer að gægjast upp úr sandinum, þá eru þó
vinglarnir, sem ávallt ganga hér undir samnafninu sand-
taða, langtum öruggari. Hún brúar bilið yfir mesta harð-
indakafla vetrarins, á þann hátt að vera alltaf sílgræn og
angandi, með fullt fangið af þeirn bætiefnum, sem mest
veltur á, fyrir fé og hesta, meðan til hennar næst. Samt má
ekki gleyma loðvíðinum, sem oft vex mikið af á sömu svæð-
um, þar sem hann nær til að reka höfuðið upp úr hjarninu
eða svellbreiðunni, til að seðja svangan maga, þar til sólin
nær að bræða svellin, svo að sandtaðan fær að gægjast upp
úr, á hæstu börðunum. Slíkar torfur, sem oft eru talsvert
háar, eru ýmist nefndar lauf- eða sandtöðutorfur, og eru
þær mjög víða, báðum megin jökulsár, frá botni Oxarfjarð-
ar og alla leið suður undir Vatnajökul. Þær eru því eðlilega
mjög eftirsóttir dvalarstaðir fyrir kindur og hesta, þegar
harðnar um.
A þessum torfum og röndum, upp til landsins, verður
loðvíðirinn eðlilega fyrstur til að laufga, því þær auðnast
og þorna á undan öðru sandlendi, í grennd við þær. Sama
gilti niðri í byggð og alveg út undir sjó. Fyrst af öllu var
þar einnig byrjað að slá lauf, fyrir þá, er möguleika höfðu
á. A sumum stöðum var einnig nokkuð af gul- eða rauðvíði
innan um loðvíðinn og þá einnig í stöku stað fjalldrapi.
En svo var það blessaður grávíðirinn, sem einnig óx þar,
á smáblettum þótt lítið bæri á honum, því hann er mjög
jarðlægur. Á vorin sækjast kindur mjög eftir honum, þar
sem hann vex á hæstu börðum, holtum og melarindum, þar
sem sól vinnur fyrst á. Og þar sem hann liggur fast við
jörð, þrútnar hann ótrúlega fljótt, þar til blaðmyndun fer
að gægjast út, og háma þá kindur hann í sig, ásamt beiti-
eski og blóðbergi, sem einnig lætur mjög lítið yfir sér og
svo sauðamerg, sem aldrei er gómsætari en á útmánuðum,
þegar sólin hefur brætt frá honum klakabrynjuna, niðri í
skorningum á holtum og hæðum, þar sem hann unir sér
bezt. Frn grávíðirinn, þar sem hann fyrst myndaði lauf, á
hæstu rindum, kölluðu gamlir menn ávallt legukvist. Það