Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Side 85
87
armeðaltöl hámarks og lágmarks árið 1966 og má geta þess,
að í stórum dráttum er um ámóta mynd að ræða árin 1965
og 1967. Á myndinni kemur greinilega fram, að hámarks-
hiti í skjóli er nokkuð hærri en á bersvæði bæði vor og sum-
ar. Á sama tíma er lítill sem enginn munur á lágmarkshita
reitanna, nema í ágúst, þar sem lágmark er mun lægra í
skjóli. Aðra mánuði gengur mismunurinn einnig í sömu
átt, þó lítill sé. Af þessu má hiklaust draga þá ályktun, að
áhrif skjólbeltisins eru mest og um leið bezt á vorin og
sumrin, einmitt þegar mest þarf á að halda. Einnig má
benda á, að hámarkshiti dagsins (sem er mun hærri í skjól-
belti) á sér stað á þeim hluta sólarhringsins, sem starfsemi
gróðursins er í fullum gangi, og gerir þá minna til, þótt
lágmarkshiti næturinnar verði jafnvel lægri í skjólbeltinu
en utan þess, þ. e. meðan hann fer ekki undir frostmark, en
nánar verður vikið að frosthættu í skjólbelti síðar.
Að vetri til breytist ástandið mjög, eins og myndin sýnir.
Þá er lítill munur á hámarkshita reitanna tveggja, en lág-
markshiti er nokkuð lægri í skjólbelti. Hér gætir að sjálf-
sögðu áhrifa útgeislunar frá yfirborði jarðar, enda nætur
langar. Vegna útgeislunar kólnar yfirborðið, sem síðan kæl-
ir loftið, sem er í snertingu við það. Sú kólnun verður ávallt
mest þar sem minnst hreyfing er á loftinu.
Rétt er að benda sérstaklega á mánuðina janúar og des-
ember, en þá var nokkuð mikið um snjó á jörð. Af þeim
sökum er meðalhámark dagsins nálægt frostmarki í báðum
reitum, en lágmark er greinilega lægra í skjólbelti, og er
munurinn um það bil 1°C í janúar. Þetta stafar líklega af
því, að snjór er mjög góður útgeislari á langbylgjusviðinu
og áhrif útgeislunar eru því greinilegri en ella. Einnig mun
hafa verið óvenju vindasamt þessa mánuði, en það gerir
muninn greinilegri milli skjóls og bersvæðis.
Á 2. mynd eru sýnd línurit, sem sýna hitasveiflu dagsins
í 20 cm hæð árið 1966, bæði á bersvæði og í skjóli og einnig
er sýndur mismunur á lágmarki í 20 cm og 5 cm hæð,
L20—Lg. Dagleg hitasveifla er að jafnaði stærri í skjólbelti
en á bersvæði, og er munurinn mestur þá mánuði, sem hita-