Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Side 94

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Side 94
9f> ar er mikil. Kólnar ]>á yfirborðið og einnig loftið sem er í snertingu við það. Þessi kólnun dreifist svo upp á við, en minnkar þegar ofar dregur. Oft verður því kaldast við yfir- borð að næturlagi og hiti eykst með hæð í neðsta lagi loft- hjúpsins í stað þess að lækka. Ein afleiðing þessa er, að frost- hætta er meiri næst jörðu en hærra uppi og er rétt að athuga það mál nánar að lokum. Hitastig það, sem gefið er upp í veðurlýsingum frá Veður- stofunni er mælt í hitamælaskýli í 2 m hæð. Því miður hef- ur ekki verið mælt hitastig í 2 m hæð að Sóllandi næsrilega lengi eða nákvæmlega til að byggjandi sé á þeim mælingum ennþá, en fróðlegt er að bera saman hitastig í 2 m hæð á Reykjavíkurflugvelli, sem er aðalveðurathugunarstöð borg- arinnar, og hitastig (lágmarkshita) í 20 cm og 5 cm hæð að Sóllandi með tilliti til frosthættu. Hefur það verið gert á eftirfarandi hátt: Fyrir hvert áranna 1965—’67 var athugað hversu langt frostlaust tímabil að sumri í 2 m hæð var. Kom í ljós, að hiti fór aldrei undir frostmark í 2 m hæð á Reykjavíkur- flugvelli á tímabilinu 7. maí til 10. september árið 1965, á tímabilinu 12. maí til 1. október árið 1966 og á tímabilinu 21. maí til 14. október árið 1967. Síðan var athugað til sam- anburðar, hversu margar frostnætur urðu á þessum tíma- bilum í mælireitum að Sóllandi í 20 cm og 5 cm hæð í grasreit og grasreit í skjóli. F.ru niðurstöður sýndar í töflum hér á eftir. Tafla 1. sýnir heildarfjölda frostnótta í 20 cm og 5 cm hæð á frostlausu tímabilunum í 2 m hæð árin 1965 til 1967. Má sjá, að flestar eru frostnæturnar árið 1967, en aðalatriðið er þó, að greinilega kemur fram, að frosthætta er meiri því nær sem dregur yfirborði. í 2 m hæð er frostlaust, en í gras- reit eru þannig árið 1967 24 frostnætur í 20 cm hæð, en 40 í 5 cm hæð. Oll árin kemur greinilega fram, að frosthætta er meiri i skjóli en á bersvæði. Árið 1967 eru þannig bæði í 20 cm og 5 cm hæð 17 fleiri frostnætur í skjóli en á ber- svæði. I töflu 2 er sýndur fjöldi frostnótta árið 1967 í hverjum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.