Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Page 92

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Page 92
94 mjög hægum vindi eða logni og í heiðríku eða léttskýjuðu veðri, og er það tvímælalaust útgeislun frá yfirborði jarðar að næturlagi, sem því hefur ráðið. Áhrif snjóhulu á lofthita koma greinilega í ljós í töfl- unni yfir lægsta lágmark. Alla vetrarmánuðina hefur snjór verið á jörð, þegar lægsta lágmark hefur mælzt. Áhrif snjó- hulunnar eru greinilega þau, að lækka lágmarkshita nætur- innar. Kemur þetta til af því, að snjór er mjög góður útgeisl- ari á langbylgjusviðinu og veldur því mikilli kólnun við yfirborð. Geta verður þess, að snjór var á jörð alla heiðskíra daga í janúar og desember (sjá 3. mynd), enda liggja bæði hámark og lágmark mjög lágt og sjálfsagt mun lægra en ella hefði verið. Segja má að í framtíðinni bíðu verðugt verkefni, þar sem er nánari athugun á áhrifum snjóhulu á hita jafnt í lofti sem í jörð. Um áhrif vindhraða á hitann er það að segja, að reiknað- ur var út meðalvindhraði sólarhringsins fyrir hluta hinna heiðskíru daga. Ekki tókst þó að finna greinilegt samband á milli þessa meðalvindhraða og t. d. lágmarkshita nætur, enda aðstæður breytilegar og um marga aðra þætti að ræða, sem yfirgnæfa, og að auki er meðalvindur heils sólarhrings of grófur mælikvarði. Eins og er, sjást áhrif vindsins bezt með því að bera saman hámarks- og lágmarkshita á heið- skírum dögum á bersvæði og í skjóli. Kemur þá í ljós, að hámarkshiti er almennt hærri í skjóli á heiðskírum dögum á sumrin og munar oft 1—2°C. Að vetri til hverfur þessi munur. Lágmarkshiti í skjóli er á heiðskírum dögum 0,5— 2°C lægri en á bersvæði, og hefði fyrirfram mátt ætla, að sá munur væri jafnvel meiri. En þá ber þess að gæta, að vind- ur er oftast mjög hægur á heiðskírum dögum og áhrif skjól- beltis þá minni en ella. Engu að síður gefa niðurstöður til kynna, að frosthætta hlýtnr að vera mun meiri í skjólbelti en utan þess. Þess hefur áður verið getið, að hiti lækkar að jafnaði með hæð frá yfirborði jarðar. Að næturlagi snýst þetta oft við í neðstu loftlögum, einkum ef útgeislun frá yfirborði jarð-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.