Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Síða 16
Bergljót Gunnarsdóttir, frá Búðarnesi, vorið 1972.
Gunnlaugur Pétursson, Akureyri sumarið 1972.
Derek C. Mundell, landbúnaðarkandidat frá Leeds í Eng-
landi 1972-73.
Guðný Sverrisdóttir, Lómatjörn, 1972-1973.
Edda Hjörleifsdóttir, Akureyri haustið 1973.
Anna Sæmundsdóttir frá Fagrabæ veturna 1973-74 og
1974-75 og vetraparta 1975-1978.
Aðalheiður Jóhannsdóttir af Grenivík veturinn 1973-1974
og haustið 1974 og 1975.
Gunnfríður Hreiðarsdóttir, Akureyri vetrarparta frá 1975-
1978.
AÐALFUNDIR.
Frá fyrstu tíð hafa aðalfundir Ræktunarfélags Norðurlands
verið ekki ómerkur þáttur í starfi félagsins. Á öndverðri ævi
þess er óhætt að fullyrða að aðalfundir Rf. gengu næstir
stórhátíðum í tilbreytni fyrir þá sem að þeim stóðu, en það var
á þeim árum oft all stór hópur manna. Fundirnir voru þá
haldnir til skiftis í hinum ýmsu héruðum fjórðungsins og
þóttu hin mesta upplyfting. Eftir að Rf. hættir að vera bún-
aðarsamband Norðlendinga, í kringum 1930, verða aðal-
fundir félagsins hljóðari og færri sem þá sækja en áður var og
á þessu tímabili eru fundir ætíð á Akureyri. Við lagabreyt-
inguna 1952 voru aðalfundir lífgaðir verulega að nýju þar sem
nú voru ákveðnir fulltrúar frá hverju búnaðarsambandi í
Norðlendingafjórðungi sem áttu rétt og skyldu til að mæta
þar. Voru því fundir sem í hönd fóru fjölmennari en tímabilið
þar næst á undan. Við stofnun rannsóknarstofunnar og með
meiri sameiginlegri þátttöku búnaðarsambandsanna í öllu
starfi Rf., hefur enn aukist áhugi þeirra að fylgjast með og
taka þátt i aðalfundum félagsins. Enn um sinn var það þó
fastur siður að halda fundina á Akureyri, en 1974 var aftur
brugðið á það ráð að halda þá utan Akureyrar og reyna
þannig að taka upp á ný þá hætti er tíðkuðust á fyrstu árum
félagsins. Þessi fyrsti fundur utan Akureyrar var haldinn á
18