Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Blaðsíða 89
á nythæð, og kjarnfóðurgjöf með beit virtist sáralítið gagn
gera. Landið sem kýrnar gengu á, var mjög gott,“ og ennfremur:
„Kjarnfóðurgjöf með beit jók kostnað á kg mjólkur mjög mikið. “ (Let-
urbr. mín. S.A.).
Eg sé ekki ástæðu til að fjölyrða um þessi mál hér, en leyfi
mér að ítreka úr tilvitnunum hér að framan, að kýrnar í
Laugardælum gengu á mjög góðu landi, sem var þannig með
farið, að stefnt var að hámarksafurðum af kúnum af beitinni
einni. Mér er næst að halda, að munurinn á útkomunum í
Laugardælum og í Eyjafirði stafi fyrst og fremst af mun á
afkastagetu beitilandsins. Reglan sem Kristinn Jónsson gaf
um kjarnfóðurgjöf með beit árið 1960 er þess vegna líklega í
fullu gildi enn i dag, þegar beitilandið er af þeirri gerð, sem
var í Laugardælatilraununum. Það sem Þórarin vantar er því
annað hvort afkastameira beitiland eða nýjar reglur af því að
hann er með aðra gerð beitilands heldur en Kristinn.
Að lokum vil ég benda á, að í Islenskum landbúnaðar-
rannsóknum, 1. árg., 1.-2. hefti, 1969, bls. 38-86, er grein með
heitinu: „Beitartilraunir með mjólkurkýr í Laugardælum
1958-1961,“ eftir Kristin Jónsson og undirritaðan. I þessari
grein er skýrt frá átta beitartilraunum. I fimm þeirra voru
rannsökuð afmörkuð áhrif kjarnfóðurgjafar með túnbeit. I
yfirliti, bls. 38, segir m.a. svo:
„Kjarnfóðurgjöf með túnbeit gaf hvergi raunhæfa aukn-
ingu á nythæð né þunga kúnna.“
Ekki er að sjá á því spjalli Þórarins í Arsritinu, sem hér er
gert að umtalsefni, að hann hafi kynnt sér þessa ritgerð.
Reykjavík, 3. desember 1978.
91