Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Page 50
að, falli söluverðmæti landbúnaðarframleiðslunnar lenda
bændur í miklum erfiðleikum með kaup á rekstrarvörum á
hinu háa verði, verðlagi sem yfirleitt er þvingað fram af olíu-
félögum og olíuiðnaði.
Maður getur næstum dáðst að sölutækni olíufélaganna. Á
einhvern hátt hefur þeim tekist að sannfæra bændur um að
best sé að hætta að nota hina ókeypis sólarorku, sem haldið
hefur hringrás náttúrunnar gangandi, en þess í stað kaupa
nauðsynlega orku frá olíufélögunum í formi áburðar og elds-
neytis. En þessum risum viðskiptalífsins hefur ekki nægt þessi
verslun, heldur hafa þeir enn þrengt að bændum við að taka
upp framleiðslu á vörum, sem þrengja að landbúnaðarfram-
leiðslunni. Þeir hafa tekið í notkun ýmis tilbúin efni, gerfiefni
sem keppa við ull og bómull, þvottaefni sem keppa við sápu
tilbúna úr náttúrulegri fitu, plastik sem keppir við trjávið, og
illgresiseyðingarlyf sem keppa við fugla.
Þessi risafyrirtæki hafa gert landbúnaðarlönd Bandaríkj-
anna að nokkurskonar nýlendum. Á sama hátt og Standard
Oil neyddi framleiðslu sinni uppá Kínverja hefur iðnaðurinn
gert landbúnað að þægilegum markaði og veikum sam-
keppnisaðila. I báðum tilfellum er orkan vopnið.
HEIMILDIR:
K. L. Blaxter, 1976. The use of resources. Anim. Prod., 23, 267-279.
B. Commoner, 1977. Energiens elendighet. Gröndahl & Sön Forlag A. S.,
276 s.
52