Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Side 18
áburður með brennisteini, þó e.t.v. mætti sú fjölbreytni vera
meiri en nú er.
Þá hafa verið gerðar í samvinnu við Tilraunastöðina á
Akureyri rannsóknir með fosfór, kalí og kalk til þess að treysta
grundvöll fyrir jarðvegsefnagreiningar Rf. Hafa þessar til-
raunir verið gerðar hjá bændum víða í fjórðungnum. Eiga
bændur þessir þakkir skildar fyrir lán á túni og fyrirgreiðslu
ýmsa vegna þessara tilrauna.
Tilraunir og athuganir með áburð á kartöflur hafa og verið
gerðar, sumt einnig í samvinnu við Tilraunastöðina. Má þar
nefna bór á kartöflur og raðdreifing áburðar á kartöflur en
auk þess hefur kalk og magníumskortur kartaflna verið at-
hugaður. Niðurstaða flestra ofangreindra tilrauna hefur verið
birt í greinum í Ársriti félagsins og verða því ekki frekar
tíundaðar hér en vísað til nefndra greina.
Fóðurtilraumr. Þegar Þórarinn Lárusson kom til starfa hjá fé-
laginu 1969 hóf hann fljótlega athuganir á krankleika, sem
víða var í kúm hér við Eyjafjörð. Voru athuganir gerðar á
kúm á Stór-Hamri, Bringu í Öngulstaðahreppi og fleiri bæj-
um. Niðurstaða þessara athugana ásamt niðurstöðu úr
nákvæmari tilraun með nokkrar kýr á Búfjárræktarstöðinni á
Lundi varð sú, að kalískortur myndi hrjá hámjólka kýr, þar
sem kalí væri lágt í heyi. Hefur þessi niðurstaða haft veiga-
mikla þýðingu fyrir kúabændur. Grein um þetta efni birtist í
Ársritinu 1972.
Á árinu 1970 í sambandi við kalírannsóknir á kúm á Bringu
var gerð athugun með selen. Hafa athuganir í þessu sambandi
verið gerðar hjá nokkrum bændum allt frá 1973. Umfangs-
mestar hafa þær verið í fé Ragnars Jónssonar í Fjósatungu í
Fnjóskadal. Árið 1975 var hafin til reynslu, á einum bæ,
Hvammi í Höfðahverfi, athugun á að gefa inn á sama hátt og
ormalyfstöflur, svokallaða selenköggla. Ætlan er, að með
þessu verði hægt að fyrirbyggja selenskort ævilangt í fé með
því að gefa gemlingum selenköggla. Nánari rannsókn hvað
þetta varðar var hafin haustið 1976 og er ætlun að hún standi
í það minnsta þrjú ár, og því enn ekki lokið.
20