Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Page 18

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Page 18
áburður með brennisteini, þó e.t.v. mætti sú fjölbreytni vera meiri en nú er. Þá hafa verið gerðar í samvinnu við Tilraunastöðina á Akureyri rannsóknir með fosfór, kalí og kalk til þess að treysta grundvöll fyrir jarðvegsefnagreiningar Rf. Hafa þessar til- raunir verið gerðar hjá bændum víða í fjórðungnum. Eiga bændur þessir þakkir skildar fyrir lán á túni og fyrirgreiðslu ýmsa vegna þessara tilrauna. Tilraunir og athuganir með áburð á kartöflur hafa og verið gerðar, sumt einnig í samvinnu við Tilraunastöðina. Má þar nefna bór á kartöflur og raðdreifing áburðar á kartöflur en auk þess hefur kalk og magníumskortur kartaflna verið at- hugaður. Niðurstaða flestra ofangreindra tilrauna hefur verið birt í greinum í Ársriti félagsins og verða því ekki frekar tíundaðar hér en vísað til nefndra greina. Fóðurtilraumr. Þegar Þórarinn Lárusson kom til starfa hjá fé- laginu 1969 hóf hann fljótlega athuganir á krankleika, sem víða var í kúm hér við Eyjafjörð. Voru athuganir gerðar á kúm á Stór-Hamri, Bringu í Öngulstaðahreppi og fleiri bæj- um. Niðurstaða þessara athugana ásamt niðurstöðu úr nákvæmari tilraun með nokkrar kýr á Búfjárræktarstöðinni á Lundi varð sú, að kalískortur myndi hrjá hámjólka kýr, þar sem kalí væri lágt í heyi. Hefur þessi niðurstaða haft veiga- mikla þýðingu fyrir kúabændur. Grein um þetta efni birtist í Ársritinu 1972. Á árinu 1970 í sambandi við kalírannsóknir á kúm á Bringu var gerð athugun með selen. Hafa athuganir í þessu sambandi verið gerðar hjá nokkrum bændum allt frá 1973. Umfangs- mestar hafa þær verið í fé Ragnars Jónssonar í Fjósatungu í Fnjóskadal. Árið 1975 var hafin til reynslu, á einum bæ, Hvammi í Höfðahverfi, athugun á að gefa inn á sama hátt og ormalyfstöflur, svokallaða selenköggla. Ætlan er, að með þessu verði hægt að fyrirbyggja selenskort ævilangt í fé með því að gefa gemlingum selenköggla. Nánari rannsókn hvað þetta varðar var hafin haustið 1976 og er ætlun að hún standi í það minnsta þrjú ár, og því enn ekki lokið. 20
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.