Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Page 41
milli landbúnaðar og annarra greina hafa breyst landbúnaði i
óhag.“
En hverjir hafa þá hirt ágóðann af aukinni framleiðslu, ef
ekki bændurnir?
Fyrstu bendinguna um lausn gátunnar fékk ég, þegar ég
hlustaði á fyrirlestur prófessors D.M. Woodruff frá Missouri-
háskóla. Prófessor Woodruff byrjar fyrirlestra sína á spurn-
ingunni: „Hver er tilgangurinn með landbúnaði“? Hið hefð-
bundna svar, sem við finnum í öllum kennslubókum er „Að
framleiða fæði og klæði“, en svar Woodruffs er „Að vinna
sólarorku“.
Þetta skýrir mikið. Þegar maður þannig er kominn á sporið
þarf ekki sérstaka hugsun til að sjá, að þó að aðeins örlítið af
sólarorkunni, sem berst til jarðar, sé nýtt, þá er það nær
eingöngu í landbúnaði og skógrækt, sem það gerist. Land-
búnaðarframleiðsla er orkukrefjandi, en það er í sambandi við
orkuna sem við finnum lykil að lausninni á því hvers vegna
hin miklu verðmæti, sem skapast hafa í landbúnaði eftir-
stríðsáranna, eru horfin bændum.
Til að gera sér grein fyrir hvernig tekjurnar tapast land-
búnaðinum, og við styðjumst við innsýni Woodruffs, er rétt að
byrja á að gera sér grein fyrir hringrásinni í náttúrunni, sem
landbúnaðarframleiðslan byggist á. Sérstaklega hringrás
köfnunarefnis og kolefnis. I náttúrunni er hringrás þessara
efna vel þekkt. Grasið nýtir koltvísýring úr andrúmsloftinu og
vatn og nítrat úr jarðvegi (auk annarra næringarefna). Með
hjálp þessara ólífrænu efnasambanda mynda jurtirnar þús-
undir mismunandi lífrænna efnasambanda. Ef við skoðum
þetta út frá varmafræðinni, þá kerfjast þessar efnabreytingar
orku, og það gildir almennt um breytingu á ólífrænum í
lífrænt efni, og þessa orku vinna jurtir úr sólarljósinu. Orkan
er fyrst bundin af klórofíl sameindinni en flyst við fjölda
flókinna efnahvarfa yfir til kolhydrata, fitu og próteins, sem
plantan er byggð upp af. Kýrin étur grasið og nýtir orku þess
til viðhalds og til myndunar eigin framleiðslu. Urgangurinn
frá gripunum, sem einnig er lífrænn, verður eftir á jörðinni.
Hann er brotinn niður af bakteríum og nýtist sem áburður, og
43