Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Page 86

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Page 86
Smáhólar. Foringjarnir áttu að hafa leitað undankomu og var Sverrir veginn uppi á Svardal og heygður þar í Sverrishaug, sem er hauglaga urðarhóll, sem hæfir höfðingja. Isleifur mun hafa verið vel ríðandi, eins og Skagfirðingi sæmdi, og komst hann allt fram á móts við Galtá, sem er alllöng leið frá bar- dagasvæðinu. Þar tekur við ógreiðfær reiðvegur, og þar munu Eyfirðingar hafa náð honum, en hann freistaði þess að forða sér upp austurhlíðina og komst þar upp í mikla skál, sem síðan er við hann kennd og heitir Isleifsskál. Sá atburður gerðist kringum 1870, að þrír piltar sátu lömb í Leyningsdal. Tveir af þeim voru synir bóndans í Leyningi. Líklega hefur þeim þótt starfið tilbreytingarlítið, svo að þeir urðu sér úti um einhver áhöld og hófu að grafa í einn „Draughólinn.“ Engum var kunnugt um þetta athæfi, þvi drengirnir höfðu undirbúið áform sitt með leynd. Þennan sama dag gekk allt sinn vanagang heima í Leyningi. Faðir drengjanna fékk sér smáblund samkvæmt venju að loknum dagverði, en reis þá skjótt upp, nokkuð fasmikill, og skipaði að sækja hest sinn. Reið hann síðan sem snarast fram á Leyn- ingsdal, kom að drengjunum þar sem þeir voru að grafa í hólinn af miklum ákafa og áttu alls ekki von mannaferða. Skipaði hann þeim þá byrstur að hætta þessari iðju, tók af þeim áhöldin og snéri heim á leið án frekari orða. Síðan hefur ekki verið hreyft við Draughólnum, en holan, sem piltarnir grófu, er enn til vitnis um verknað þeirra. Sá atburður gerðist eitt sinn á þessum slóðum, sem hvorki er tengdur við ár né öld, að húsfreyjan í Syðri-Villingadal átti vingott við bóndann í Hólsgerði. Á heimleið af þeim fundi varð hún úti í skarði því, er síðan er við hana kennt og heitir Þórdísarskarð. Það er í beinni línu milli bæjanna og er á milli aðalfjallsins og Torfufellshnjúks. Víða á þessum dölum sést móta fyrir fornum mannvirkjum — allt frá smalabyrgjum til stórra selbygginga. Þar eru líka allmiklar garðhleðslur og sýnilega æfafornar. I sumum til- vikum virðist verki ekki hafa verið að fullu lokið. Tvö sel skilja eftir sig menjar á Torfufellsdal. Heimarasel, neðan við Mið- Selskriðu, hefur um sig mikla vörslugarða. Sennilega er þar 88
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.