Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Page 34
1909-1913 1974
Fíeildarorku 41,6 46,9
Prótein 51,6 69,6
Fita 53,7 42,9
Kolvetni 33,6 44,9
Á síðustu 70 árum hefur því orðið örlítil aukning í sjálfs-
björg, en veruleg breyting á samsetningu fæðunnar. I búfjár-
rækt hafa hrossin horfið, framleiðsla á kjöti af jórturdýrum
hefur staðið í stað, en hænsna- og svínarækt stóraukist, fyrst
og fremst vegna aukinnar kornframleiðslu. Korngeymsla á
hvern íbúa er þó í dag minni en hún var um aldamót.
Síðan fjallar Blaxter um ýmsa þætti sem tengjast nýtingu
framleiðsluþáttanna. Framleiðsluþáttum skipti hann á hefð-
bundinn hátt í þrennt, þ.e. vinnuafl, land og fjármagn. Að
síðustu fjallar hann aðeins um vísindaþekkingu og nýtingu
hennar.
Land. Landrými í framleiðslu hefur stöðugt farið minnk-
andi frá aldamótum. Þá var það um 32,6 milljón ekrur en er
nú aðeins um 27,8 milljón ekrur. Árleg minnkun lands sem
notað er i landbúnaðarframleiðslunni er nú um 0,2%, en það
er að gæðum heldur yfir meðaltali, þannig að gæðarýrnun er
0,24%. En framleiðsla af hverri einingu lands hefur að sjálf-
sögðu á sama tima stóraukist. Það má að sjálfsögðu þakka
margskonar nýrri tækni. Blaxter hefur síðan kannað fram-
leiðslu í einstökum greinum síðustu áratugina. Fyrir hafra,
kartöflur og næpur finnur hann engin merki um minnkandi
vaxtarauka enn. Aftur á móti telur hann, að sjá megi greinileg
merki þess fyrir hveiti, bygg, sykurrófur, egg eftir hverja
hænu, mjólk eftir hverja kú og fóðurnýtingu hjá kjúklingum.
Þá bendir hann á að sveifla milli ára í búfjárframleiðslunni sé
lítil, fyrir kornframleiðslu er hún aftur á móti um 5%.
Þá rekur hann niðurstöður frá tilraunastöðvum varðandi
breytileika í uppskeru milli ára og spyr í framhaldi þess hvort
ekki mætti nýta veðurfræðiupplýsingar enn betur en gert er í
36