Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Page 77
sem fyrstur gaf fyrirbærinu nafn. „Landslag væri lítils virði, ef
það héti ekki neitt.“
Fremstur dala Eyjafjarðarmeginn er Hafrárdalur, er liggur
til suðvesturs nokkru framan við byggð í Eyjafjarðardal. Um
hann lá hinn forni Vatnahjallavegur og síðar rudd bílaslóð.
Hafrárdalur er á mörkum þess að nefnast drag, en úr honum
rennur nokkurt vatn — Hafráin. Næsti dalur, sem skerst inn í
fjallgarðinn nokkru norðar, eða við framanverða byggð, er
Villingadalur (eða Villingadalir) og verður nú nokkuð um þá
fjallað.
I mynni Villingadals eru Leyningshólar, sem er hið mynd-
arlegasta berghlaup að magni og formi, og hefur því verið
gerð skil af fræðimönnum (Ólafi Jónssyni og fleirum).
Dalur þessi er rúma 40 km framan Akureyrar og hefur
meginstefnu vest-suð-vestur. Samkvæmt málvenju verður þó
rætt um staði austan og vestan ár og heimar og framar eftir
fjarlægð frá byggð.
Ekkert ákveðið landssvæði nefnist þó Villingadalur, heldur
dreifast nöfnin á viðkomandi jarðir og síðan koma önnur
sérnöfn til. Þannig er skiptingin:
Torfufellsdalur er austan ár. Vestan ár, Galtártungur og
Leyningsdalur milli Galtár að framan og Svartár að heiman.
Þá kemur þverdalur til v.-n.-v. — Svardalur, en í þjóðsögnum
nefndur Sverrisdalur. Eftir honum rennur Svartá, sem skiptir
löndum milli afrétta Leynings og Villingadals.
Bærinn Villingadalur stendur við mynni dalsins, vestan ár,
að baki Leyningshóla. Fyrrum voru tveir bæir í dalnum, sem
nefndust þá Syðri- og Ytri-Villingadalur. Syðri-Villingadalur
stóð nokkru sunnar og fór í eyði 1934. Villingadalur hefur í
vitund manna festst sem yfirnafn á þessum dölum, t.d. kalla
staðkunnugir flugmenn oft, að þeir séu yfir eða í grend við
Villingadalina. f slíkum tilvikum er fleirtölumyndin algeng-
ari. Ef í svona greinarkorni ætti að vekja forvitni einhvers
náttúruskoðara, sem teldi sér ávinning í einhverjum upplýs-
ingum um þetta svæði, er best að huga fyrst að fjallahringn-
um, sem umlykur þetta dalsmót.
79