Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Blaðsíða 98
í Eyjafirði varðandi fóðrun. Farin var fræðslu og kynnisför til
Svíþjóðar og Noregs dagana 4.-16. júní 1978. Sóttur var 29.
ársfundur Evrópuráðs búfjárræktar (EAAP) í Stokkhólmi
dagana 5.-8. júní. Dvalið við Uppsalaháskóla i tvo daga við að
kynnast nýrri tækni við ákvörðun á meltanleika á heyi, þar
sem vambarvökvinn, sem nota þarf, er djúpfrystur. Dagana
12.-16. júní var síðan dvalið að mestu við Háskólann í Ási í
Noregi og skipst á skoðunum við ýmsa fagmenn varðandi
fóðrun og kvillasemi mjólkurkúa og heyefnagreiningar. Þá
var rætt við nokkra af forstöðumönnum rannsókna- og leið-
beiningastarfsins í Noregi í því skyni að kynnast því hvernig
þeim málum er háttað þar í landi. Ferðin var farin á vegum
Ræktunarfélagsins með 140 þús. kr. styrk frá B.I. Kann ég
báðum stofnunum bestu þakkir fyrir þetta tækifæri, til þess
að víkka sjóndeildarhringinn.
Allmikill tími hefur farið í ferðir á bæi þá, sem áðurnefndar
rannsóknir fara fram á, auk þess sem rætt hefur verið við
samstarfsmenn á Keldum suður varðandi selenrannsóknina.
Þá starfa ég í nefnd, sem hefur það viðfangsefni að „kanna
aðferðir til mats á fóðurgildi grasköggla“ og hefur verið
haldinn einn fundur, hinn 18. maí 1978, til þessa í nefndinni.
Búnaðarbókasafnið hefur ekki verið ofsælt af tíma mínum né
annarra og ber það þess fyllilega óverðskulduð merki.
Nokkur orð um „s]álfsbjargardómgreindina‘\
Eins og menn rekur e.t.v. minni til hefur undirritaður endað
starfsskýrslur sínar með smáhugleiðingum um dómgreind
manna tvö undanfarin ár, fyrst í heygæðum og síðast líðið ár á
bústærðinni.
Dómgreind má skilgreina sem hæfileika manna til þess að
fella dóm í ákveðnu máli á grundvelli þess, að hafa þekkt og
aðgreint veigamestu þætti þess og raðað þeim upp eftir mik-
ilvægi og eðlilegum tengslum hvern við annan. Af þessu má
ráða, að til þess að fella réttlátan dóm í máli, nægir engan
veginn að hafa háa greindarvísitölu, ef veigamestu þættir
málsins eru viðkomandi alls ókunnir. Það liggur því í augum
uppi að þekking er frumskilyrði fyrir réttlátum dómi í hverju
100