Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Blaðsíða 106
óskir um að samstarf þessara aðila mætti ætíð sem best
verða.
Fundarstjóri þakkaði Bjarna ávarp hans og árnaðarósk-
ir.
Að loknum ávörpum gestanna flutti Steindór Stein-
dórsson, fyrrum skólameistari fyrirlestur um 75 ára starf
Ræktunarfélags Norðurlands. Rakti í stórum dráttum að-
draganda að stofnun félagsins og ræddi um stórhug og
framsýni þeirra manna sem að því unnu. Nefndi hann
sérstaklega Sigurð Sigurðsson, skólastjóra á Hólum sem
fyrstur kom fram með hugmyndina að stofnun félagsins,
Stefán Stefánsson skólameistara og Pál Briem amtmann.
Hugmyndin um stofnun félagsins kom fyrst fram í mars
1903, en félagið var síðan stofnað 11. júní sama ár. Þá
höfðu rúmlega 500 manns gengið í félagið og sýnir það
ljóslega þann áhuga, sem Norðlendingar sýndu stofnun
félagsins. Allt var erindi Steindórs stórfróðlegt og flutt með
þeim hætti, sem reyndir fræðarar einir kunna. Að lokum
færði hann félaginu einlægar framtíðaróskir. Við þetta
tækifæri færði Steindór félaginu að gjöf segulbandsspólu,
sem hefur að geyma ræður sem fluttar voru á 50 ára afmæli
félagsins. Veitti formaður félagsins gjöfinni viðtöku fyrir
hönd félagsins og þakkaði hana.
Fundarstjóri þakkaði Steindóri mál hans allt og góðar
óskir til félagsins.
Er hér var komið fundi var aftur horfið að því að ræða
skýrslur og reikninga. Þessir tóku til máls. Jóhann Helga-
son, Olafur Þórarinsson, Bjarni Guðleifsson, Sveinn Jóns-
son, Eggert Ólafsson og Bjarni Arason.
6. Fjárhagsáætlun og kosning fjárhagsnefndar.
Framkvæmdastjóri Jóhannes Sigvaldason lagði fram og
fylgdi úr hlaði fjárhagsáætlun félagsins fyrir árið 1979.
Niðurstöðutala á fjárhagsáætlun er kr. 21 milljón. Fjár-
hagsáætlun vísað umræðulaust til fjárhagsnefndar.
I fjárhagsnefnd voru kjörnir: Aðalbjörn Benediktsson,
108