Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Page 38
samlega nýttir verðum við því að skilgreina hvað við álítum
æskilega þróun. Að halda því fram að þróunin stjórnist af
lögmálum framboðs og eftirspurnar og sé því ekki beint undir
okkar stjórn er einföldun. Sumir segja að nýtingin stjórnist af
lágu orkuverði, aðrir að niðurgreiðslukerfi ráði mestu og enn
aðrir að þetta sé aðeins þáttur í almennri iðnþróun. Hverjir
sem aðaláhrifavaldarnir í hagkerfinu eru þá á framtíðarþró-
unin að byggjast á ákvarðanatöku um hvers konar landbúnað við
viljum hafa, hvaða mat við óskum að fá í framtíðinni, hvernig
við viljum að hann sé framleiddur og hvort við óskum að
þéttbýlisþróunin haldi áfram eða verði snúið við. Þetta er sú
stefnumörkun, sem stjórnvöld og almenningur verða að fást
við.
í lokin leggur Blaxter áherslu á að Bretar eigi sjálfir að móta
sína landbúnaðarstefnu, hvort sem hún falli í kramið hjá
hinum Efnahagsbandalagsþjóðum eður ei. Skipuleggja verði
hlutina, því að hann lýsir þeirri skoðun sinni að hann sé
ósammála þeirri almennu skoðun að almannaheill sé best
tryggð með að láta hlutina stjórnast af lögmálum framboðs og
eftirspurnar. Leggja á alla áherslu á að auka sjálfsbjargargetu.
Að síðustu leggur hann áherslu á að til lengri tíma verði að
leita lausna sem byggja á landbúnaði í meira jafnvægi, i stað
þess að byggja á óþekktum hlutum. Til lausnar slíkum
vandamálum þörfnumst við vísindamanna á borð við John
Hammond.
Barry Commoner er bandarískur vistfræðingur. Hann
starfar í New-York við Center for the Biology and Natural
System (CBNS) og Scentist‘s Institute for Public Information
(SIPI). Hann er talinn einn virtasti vistfræðingur í heimi.
Arið 1971 birtist bók hans The closing circle, sem var tíma-
mótaverk í umræðum um mengunarmál. Arið 1976 gaf hann
út bókina The poverty of power, þar sem safnað er saman
ótrúlegu magni upplýsinga um orkumál og fjallað um þau
mál á einstaklega skýran og aðgengilegan hátt. Hann bendir á
að þó að hann teljist höfundur bókarinnar, þá sé hún í raun
verk hans og samstarfsmanna hans, enda næsta ótrúlegt að
40