Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Blaðsíða 58
unar og ef hann treysti sér ekki til að áætla þyngd músarinnar,
þá skyldi hann bara skrifa í bókina þunga heysins mínus mús
og væri þá vandinn allur kominn yfir á herðar Olafs til-
raunastjóra. Um þetta fór ég mörgum hæðilegum orðum, á
meðan vigtunin stóð yfir og hló að. En allt í einu fann ég að
músin hljóp upp fótinn á mér innan undir buxunum. Ég
hætti að hlæja og sagði Armanni frá vandræðum mínum. En
þá hló Ármann og því næst gerði hann það sem mér kom verst
að kalla í stúlkurnar, sem voru að vinna nokkuð frá, og segja
þeim að ég væri hjálpar þurfi, því að mús væri komin inn á
mig og mér félli það illa. Eg hef aldrei reiðst við Ármann
nema þá. Ég hafði hugsað mér að leysa þetta á hljóðlegan hátt
með aðstoð hans, en hann þurfti þá endilega að koma í veg
fyrir það með því að opinbera þetta.
Fólkið kom allt þjótandi, safnaðist í kringum mig og upp-
hóf ráðagerðir um hvernig best væri að ná músinni. Stelp-
urnar skipuðu mér strax úr buxunum og það var einmitt það,
sem ég hafði ætlað að gera, en nú neitaði ég, því að ég var
brókarlaus, vegna sólarhitans, en sagði þó ekki frá því. Hins
vegar skipaði ég stelpunum að hypja sig burtu, annars skyldi
ég kæra þær fyrir vinnusvik og Ólafur tæki hart á slíkum
brotum. Þær svöruðu fullum hálsi og sögðust vera hér í öllum
rétti, því að Ármann hefði kallað þær til aðstoðar og þær færu
ekki fyrr en vandræði mín væru leyst.
Á meðan þessu fór fram hélt músin áfram að hlaupa um á
mér berum þetta var ískaldur andskoti og nældi klónum í
skinnið á mér til þess að hafa fótfestu. Ég kipptist allur við af
hryllingi og reyndi að hrista hana niður úr buxunum, en það
tókst ekki. Þó greip ég til þar sem hún var að skjótast í það og
það skiptið og reyndi að koma henni í sjálfheldu svo að ég gæti
tekið hana, en músin varðist fimlega og leitaði alltaf þangað,
sem afdrep var að finna. Ég fer ekki nánar út í það. Aftur
reyndi ég að koma stelpunum í burtu, en með sama árangri og
fyrr. Þær sögðust kenna í brjósti um mig og ámálguðu að ég
færi úr buxunum. Seinast missti ég þolinmæðina, því ég vildi
fyrir hvern mun losna við þessa óvelkomnu skepnu. Ég snéri
mér að stelpunum og öskraði: „Ég skal þá fara úr buxunum,“
60