Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Page 53
yrkjuskóla ríkisins í Hveragerði. Þessi námskeið hafa verið
mjög vinsæl og gagnleg. Síðustu árin hefur verið mikill áhugi
fyrir þvi innan sambandsins að fá ráðinn garðyrkjuráðunaut i
hálfa stöðu fyrir Norðurland á vegum Ræktunarfélags Norð-
urlands. Fengist hefur samþykki Búnaðarfélags Islands og
landbúnaðarráðuneytisins fyrir þessu, en nú stendur á fjár-
veitinganefnd Alþingis. Er málinu haldið vakandi, og vonum
við að þetta fáist fyrr en seinna.
Margskonar fleiri námskeið hafa verið haldin á vegum
sambandsins, svo sem i hússtjórn, matreiðslu og ýmsum
heimilisiðnaði. Síðastliðið ár og nú i vetur hafa t.d. farið fram
námskeið í mokkaskinnasaumi, sem hafa verið vinsæl, og má
segja að í vetur sé kona í fullu starfi við slíkt námskeiðahald á
vegum S.N.K.
Þá hefur sambandið beitt sér fyrir mörgum mannúðar- og
liknarmálum. Má nefna, að það hafði mikla forgöngu um
stofnun Kristneshælis. Einnig safnaði það stórri fjárhæð til
stofnunar Sólborgar á Akureyri og á árunum 1976-77 safnaði
það aftur rúmlega fimm milljónum króna til Sólborgarhæl-
isins. Nú stendur yfir á vegum þess fjársöfnun til byggingar
endurhæfingarstöðvar fyrir lamaða og fatlaða á Norðurlandi.
A aðalfundi sambandsins 1972 var kosin nefnd til að sjá um
sameiginlegt húsmæðraorlof fyrir Norðurland. Orlofsdvölin
var síðan i nokkur sumur í húsmæðraskólanum á Laugalandi,
og var aðsóknin góð. Nú síðustu tvö árin hefur nefndin átt
samvinnu við Orlofsnefnd Reykjavíkur um rekstur hús-
mæðraorlofs í Hrafnagilsskóla í Eyjafirði.
Aðalfundir S.N.K. hafa alltaf verið haldnir að vorinu, og
eru tveggja daga fundir. A hverjum fundi hafa verið flutt 2-3
fræðsluerindi um efni, sem hafa þótt sérstaklega áhugaverð
hverju sinni, og hafa þá verið umræður um þau á eftir á
fundinum. A síðasta aðalfundi voru t.d. flutt erindi um starf-
semi Sjálfsbjargar á Akureyri og væntanlega endurhæfingar-
stöð, um smáiðnað i strjálbýli og um fíkniefna- og vínneyslu-
vandamál unglinga. Þá hafa á fundunum verið ræddar og
samþykktar ýmsar áskoranir á stjórnvöld um margskonar
málefni, sem konum hefur sýnst að þyrfti að færa til betri
55