Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Blaðsíða 35
dag til framleiðslustjórnunar. Þá staðhæfir hann að breyti-
leiki i landnýtingu í búfjárframleiðslunni sé ennþá meiri án
þess að nefna þar beinar tölur.
Vinnuafl. Mikil fækkun hefur orðið á fólki, sem hefur fram-
færi sitt beint af landbúnaði. Um aldamótin voru það 12%
þjóðarinnar, en er í dag um 3%. Bændum hefur þó ekki
fækkað mikið, þeir eru í dag um 10% færri en við upphaf
aldarinnar og sú fækkun hefur fyrst og fremst orðið á allra
síðustu árum. Landbúnaðarverkamönnum hefur aftur á móti
stórfækkað. Þeir voru 5 á hvern bónda í upphafi aldarinnar,
en eru í dag 1,4. Þeir sem vinna í landbúnaði í dag eru einnig
til jafnaðar eldri en í öðrum atvinnuvegum. Þannig eru um
17% þeirra eldri en 60 ára á móti 5-7% í rafiðnaði.
Þróun viðskiptabúskapar í landbúnaði hefur aftur á móti
leitt til að fjöldi fólks hefur framfæri sitt óbeint af landbúnaði.
Þar eru bæði þeir sem starfa að framleiðslu og sölu á rekstr-
arvörum bænda og eins hinn hlutinn, sem tekur við fram-
leiðslunni og kemur henni áfram til neytenda. Blaxter birti
eftirfarandi töflu um fjölda fólks sem hafa framfæri sitt af
landbúnaði beint eða óbeint.
Fjöldi, þúsund
Bændur................................... 280
Landbúnaðarverkamenn..................... 398
Framleiðsla á rekstrarvörum og
leiðbeiningaþjónusta..................... 124
Matvælaiðnaður........................... 666
Matvælaverslun........................... 850
Samtals................................. 2318
Vinnuafl í Bretlandi samtals........... 25000
Hann bendir á að þessar tölur séu þó sennilega of lágar og
láta mun nærri að nær 15 en 10% heildarvinnuaflsins hafi
þannig framfæri sitt af landbúnaði beint eða óbeint. Hann
birtir einnig tölur sem sýna greinilega fækkun þeirra, sem
hafa framfæri sitt beint af landbúnaði meðan þeim, sem hafa
óbeint framfæri fjölgar jafnt og þétt.
Þegar tekið er tillit til þess að innanlands eru þannig aðeins
37