Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Page 24
Akureyri þar sem ráðunautar úr öllum sýslum félagssvæðisins
ættu kost á að koma til skrafs og ráðagerða. Aðalfundur Rf.
20. ágúst 1955 samþykkir síðan að fé til fræðslustarfsemi í
fjárhagsáætlun félagsins sé að hluta varið: „ Til kynningar og
fræðslufundar fyrir ráðunauta búnaðarsambandanna á fé-
lagssvæðinu, ásamt einum stjórnarnefndarmanni frá hverju
búnaðarsambandi.“ Fyrsti fundur þessarar gerðar er svo
haldinn á Akureyri 26. og 27. okt. 1955. Ári seinna 4. og 5.
nóv. 1956 er samskonar fundur haldinn.
Af efni sem rætt var á þessum fundum má nefna: Jarðrækt,
tilraunastörf, búnaðarfræðsla, Ársrit Rf., búfjárrækt og vél-
tækni. Hér var komið víða við og ekkert látið sér óviðkom-
andi, það sem að búskap laut. Næst var ráðunautafundur 3.
og 4. nóv. 1959 og þá enn með líku sniði og enn er fundur
sömu aðila 1961, 18. og 19. okt. Eftir þetta verður alllangt hlé
á þessum fræðslufundum enda var þá B.I. farið að halda
svipaða fundi fyrir alla héraðsráðunauta. En aftur er þó fitjað
upp á þessum fundum 1967 og hafa þeir verið haldnir af og til
síðan. Oftast hafa þessir fundir verið á Akureyri, en seinni ár
hafa þeir tvisvar verið á Hólum í Hjaltadal.
Eftir að land og aðrar eignir voru leigðar í árslok 1946, eru
ekki lengur neinir fastráðnir starfsmenn hjá Rf. og helst svo
þar til ráðist er í stofnun rannsóknarstofu 1963 og fastur
starfsmaður er þá ráðinn frá 1. okt. 1964. Á fyrstu árum
rannsóknarstofnunnar heitir það svo að fastur starfsmaður sé
forstöðumaður stofunnar og framkvæmdarstjóri Rf., en að
sjálfsögðu er þó nokkur hluti starfsins leiðbeiningar og
fræðsla. Sama gildir um þegar bætt er við föstum starfsmanni
1969. Með nýjum jarðræktar og búfjárræktarlögum á árun-
um 1972 og 1973 er veitt heimild fyrir tvö eða fleiri búnaðar-
sambönd að ráða til sín ráðunaut sameiginlega. I samræmi
við þetta ákvæði laganna sótti Rf. strax 1972 um það til BI að
fastráðnir starfsmenn Rf. yrðu skráðir héraðsráðunautar allra
búnaðarsambanda á Norðurlandi, á sömu kjörum og aðrir
ráðunautar í landinu. Ögn gekk það í þófi að fá þessu fram-
gengt, en svo fór að allra samþykki fékkst og frá 1. jan. 1974
voru fastráðnir starfsmenn Jóhannes Sigvaldason og Þórarinn
26