Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Side 42

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Side 42
með tímanum safnast upp kolefni og köfnunarefni, sem myndar nýjan jarðveg. Húmusinn er geymsla af köfnunar- efni, sem smám saman er brotinn niður af bakteríum í ólífræn sambönd (sambönd þar sem köfnunarefni er ekki lengur bundið kolefni), að lokum nítrat, sem jurtirnar taka upp og þar með er hringnum lokað. Efnaskipti baktería, kúa og manna og annarra dýra skilja út koltvísýring, sem plönturnar nýta og sá hringur lokast því einnig. Kolefni og köfnunarefni er því í hringrás frá jurtum til dýra og þaðan til baktería í jarðvegi og aftur til jurtanna. Varma- fræðilega séð er þetta orkukrefjandi, þetta gerist ekki án orku. Það sem heldur þessu gangandi eru bakteríur og jurtirnar. Bakterian fær orku við að brjóta niður lífræn efnasambönd í jarðvegi. Orkuna, sem jurtirnar nota, t.d. til að taka upp nítrat í rótarfrumunum, fá þær við efnaskiptahvörf, þar sem lífrænum efnasamböndum frá ljóstillífuninni er brennt. Köfnunarefnið binst einnig og tekur þannig þátt í hring- rásinni. Það þýðir að hinum tiltölulega óvirku köfnunarefn- issameindum andrúmsloftsins er umbreytt í líffræðilega nýt- anleg efnasambönd. Það verk er unnið af bakteríum, sem finnast í jarðvegi eða á rótum belgjurta eins og smára og bauna. Köfnunarefnisbindingin er orkukrefjandi og orkan fæst við að brenna lífrænum efnum. Lífræn efni eru því það eldsneyti, sem heldur hringrás náttúrunnar gangandi, en þessi hringrás er undirstaða land- búnaðarins og raunar alls lífs. Hið lífræna eldsneyti er fram- leitt af sólarorku, sem plönturnar binda, prófessor Woodruff hefur á réttu að standa. Þegar bændur beittu sínum hefðbundnu vinnubrögðum hefur þeim að sjálfsögðu ætíð verið ljóst, að landbúnaður var háður orku, sem bundin er í lífrænum samböndum. Þessi sambönd verða til við ljóstillífun og orkan er þannig sólar- orka. Það var þannig alkunna að æskilegt var að jörðin væri græn sem stærstan hluta ársins. Það eykur orkumagnið sem binst og eykur þannig lífræna framleiðslu, sem heldur hring- rásinni gangandi. Tegundirnar voru ræktaðar í ákveðinni röð, byrjað á þeim, sem urðu grænar snemma vors, síðan 44
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.