Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Page 37
1952 1972 Árleg breyting
Fjöldi ársverka þúsund ... 1180 709 -^23,6
OrkaQxlO15) 241 410 + 8,45
orka (JxlO9) 204 578
vinnuafl (mannár)
I stað hvers manns sem úr landbúnaði hverfur kemur
orkunotkun, sem er 380xl03J eða sem svarar til 9 tonna af olíu
á ári. Fyrir stríð þýddi þessi aukna orkunotkun að 3 ekrur
lands fengust fyrir hvern mann vegna þess að þá hvarf hestur
með hverjum manni. Fram til síðari heimsstyrjaldar fengum
við því land í stað orkunnar, land þar sem sólarorka var nýtt
eins og gert hefur verið i landbúnaði um aldir. f dag gefa
breytingarnar engan slíkan vinning, þær þjóna engum líf-
fræðilegum tilgangi en stjórnast af skammsýnum hagnaðar-
sjónarmiðum.
Vísindaþekking. Að síðustu veltir Blaxter ögn fyrir sér þýð-
ingu aukinnar þekkingar. Hann bendir á að í breska búfjár-
ræktarsambandinu séu 1175 félagar eða einn á hverja 150
bændur, sem búfjárrækt stunda. Þegar allt er reiknað saman
þá fær hann út að við kennslu, rannsóknir og leiðbeiningar sé
einn maður á hverja 15 bændur eða 1500 ekrur lands. Af
þessum eru 23% með háskólamenntun. Hann vitnar til Fngels
sem sagði að í vísindum mundi verða veldisvöxtur þar sem
þekkingin safnast saman. Hann spyr síðan hvort þessi þekking
sé rétt og vel nýtt þegar saman fari aukning mannafls á þessu
sviði og minnkandi framfarir í framleiðslu.
Hann bendir þó á að landbúnaðurinn í dag hafi fjarlægst
svo jafnvægi náttúrunnar að verulega þurfi á sig að leggja til
þess eins að halda hlutum í lagi. Engin ástæða sé til að ætla að
of miklu fjármagni sé varið til rannsókna og leiðbeininga, en
ástæða til að kanna hvers vegna það skili sér ekki betur.
Breytingarnar í landbúnaði eru þó miklar á þessari öld. En
þættirnir eru samtvinnaðir og þar hefur einn komið í annars
stað. Það er því ekki hægt að líta á einn þátt í einangrun. Ef
við ætlum að dæma um hvort framleiðsluþættirnir séu skin-
39