Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Blaðsíða 81
hindrað hana í frekari aðgerðum. Of langt mál væri að reyna
að leiða líkur að því, hvernig þessi klettur er þarna til orðinn.
Það sem telja má til sérkenna fyrir þessa dali er hve mikið
ljósgrýti (líparít) er þarna í fjöllum. Norðan við sjálft Torfu-
fellið er Torfufellshnjúkur fráskilinn með skarði, Þórdísar-
skarði. Hnjúkur þessi er úr hreinu líparíti a.m.k. niður í
miðjar hliðar. Þar fyrir neðan eru nokkuð blönduð jarðlög.
Líparít má einnig sjá gegnt hnjúknum, austan Eyjafjarðar-
dals. Þá er líparít einnig í fjöllunum vestan Villingadals,
Leyningsöxl, Selkambi og fram eftir Svardal. Líklegt er, að
líparítbelti þetta liggi í gegnum fjallið til Skagafjarðar þar
sem heitir Tinnárdalur. Þar er líparít ríkjandi eins og nafnið
gefur til kynna. Síðan kemur líparítið fram í vesturhlíðum
Austurdals, alllangt framan við Skatastaði. Þarna er því um
víðáttumikið líparítsvæði að ræða, sem hvergi er merkt á
jarðfræðikortum.
Þrjú allstór gil, sem heita Heimasta- Mið- og Fremsta-Sel-
gil hafa grafist í þessa líparíthlíð á Torfufellsdal. Þau eru
þröng hamragil hið neðra með víða fláa uppi í lausu liparít-
lögunum. Fyrir neðan þessi gil eru útflattar ljósgrýtisskriður,
sem eru framburður úr giljunum (skriðuvængir eins og orðað
er í Skriðuföll og snjóflóð eftir Ólaf Jónsson, 1. bindi). Margan
litfagran steininn má finna í þessum skriðum, sem eru að
mestu úr linu ljósgrýti, en gildi steina er að mestu metið eftir
hörku þeirra og þarna hafa einnig fundist harðari bergteg-
undir og jafnvel ,,eðalsteinar“ eins og ópalar, jaspisar og
skemmtilegar holufyllingar og svo að sjálfsögðu hrafntinna.
Allvíða má finna bikstein, bæði í árgilinu við dalsmynnið og
ofar í hlíðum beggjamegin í dalnum. Biksteinninn er breyti-
legur, öskugrár, svartur, gljáandi og dökkgrænn með gljáa,
einnig hefur fundist biksteinsglerungur, er svipar til hrafn-
tinnu, en er brúnleitur. Nokkru sunnan við Fremsta-Selgil eða
næstum suður við Stóruskriðugil er ryðbrúnt hamrabelti,
Vothamrar, sem klofnar niður í kantaða steina og þunnar
flögur. Þessar þunnu hellur gefa málmhljóð við áslátt. Um
járnmagn í þessu grjóti er ekki vitað með vissu, en það er talið
alllangt neðan við þau mörk, sem hagkvæm eru til vinnslu.
83