Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Page 81

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Page 81
hindrað hana í frekari aðgerðum. Of langt mál væri að reyna að leiða líkur að því, hvernig þessi klettur er þarna til orðinn. Það sem telja má til sérkenna fyrir þessa dali er hve mikið ljósgrýti (líparít) er þarna í fjöllum. Norðan við sjálft Torfu- fellið er Torfufellshnjúkur fráskilinn með skarði, Þórdísar- skarði. Hnjúkur þessi er úr hreinu líparíti a.m.k. niður í miðjar hliðar. Þar fyrir neðan eru nokkuð blönduð jarðlög. Líparít má einnig sjá gegnt hnjúknum, austan Eyjafjarðar- dals. Þá er líparít einnig í fjöllunum vestan Villingadals, Leyningsöxl, Selkambi og fram eftir Svardal. Líklegt er, að líparítbelti þetta liggi í gegnum fjallið til Skagafjarðar þar sem heitir Tinnárdalur. Þar er líparít ríkjandi eins og nafnið gefur til kynna. Síðan kemur líparítið fram í vesturhlíðum Austurdals, alllangt framan við Skatastaði. Þarna er því um víðáttumikið líparítsvæði að ræða, sem hvergi er merkt á jarðfræðikortum. Þrjú allstór gil, sem heita Heimasta- Mið- og Fremsta-Sel- gil hafa grafist í þessa líparíthlíð á Torfufellsdal. Þau eru þröng hamragil hið neðra með víða fláa uppi í lausu liparít- lögunum. Fyrir neðan þessi gil eru útflattar ljósgrýtisskriður, sem eru framburður úr giljunum (skriðuvængir eins og orðað er í Skriðuföll og snjóflóð eftir Ólaf Jónsson, 1. bindi). Margan litfagran steininn má finna í þessum skriðum, sem eru að mestu úr linu ljósgrýti, en gildi steina er að mestu metið eftir hörku þeirra og þarna hafa einnig fundist harðari bergteg- undir og jafnvel ,,eðalsteinar“ eins og ópalar, jaspisar og skemmtilegar holufyllingar og svo að sjálfsögðu hrafntinna. Allvíða má finna bikstein, bæði í árgilinu við dalsmynnið og ofar í hlíðum beggjamegin í dalnum. Biksteinninn er breyti- legur, öskugrár, svartur, gljáandi og dökkgrænn með gljáa, einnig hefur fundist biksteinsglerungur, er svipar til hrafn- tinnu, en er brúnleitur. Nokkru sunnan við Fremsta-Selgil eða næstum suður við Stóruskriðugil er ryðbrúnt hamrabelti, Vothamrar, sem klofnar niður í kantaða steina og þunnar flögur. Þessar þunnu hellur gefa málmhljóð við áslátt. Um járnmagn í þessu grjóti er ekki vitað með vissu, en það er talið alllangt neðan við þau mörk, sem hagkvæm eru til vinnslu. 83
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.