Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Page 79
Séd yfir Villingadal.
Ferðalangar þeir, sem leggja leið sína upp í dalinn, undrast
gjarnan hversu mikið undirlendi er þar og hversu túnið í
Villingadal er marflatt. Líkleg skýring á þessu er sú, að berg-
hlaupið mikla hafi hreinlega lokað mynni dalsins og síðan
hafi jarðvegsefni — leir og möl — safnast í hvosina með
skriðjöklum og vatnsrennsli og áin hafi síðan brotið sér nýjan
farveg fram úr dalnum við austurhlíðina. Þessa sjást glögg
merki þar sem ár — Torfufellsáin og Hamragilsáin, — hafa
grafið djúpa farvegi gegnum þessi lausu jarðvegsefni, sem ná
tugum metra þykkt. Síðar verða leiddar líkur fyrir því, hvað-
an aðalefnið í þessum þykku jarðvegslögum er komið.
Segja má að mörg dalsmótin séu lík, svo um fáa merkilega
hluti sé hér að ræða, og mikið mun vera til í því. En náttúran
hefur samt aldrei gert tvo hluti alveg eins, og gildir það jafnt
um stórt og smátt.
Gljúfur það, sem myndast hefur, þegar áin ruddi sér braut
fram úr dalnum, hefur viss sérkenni. Þar er fyrst að nefna,
hversu mikið er burt sorfið norðan gljúfursins, en laus jarðefni
komin þar í staðinn. Að sunnanveru (áin sveigir til austurs) í
81