Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Blaðsíða 13
þar fyrst nefna Ólaf Jónsson, sem tók við framkvæmdarstjórn
í félaginu 1924 og borið hafði hita og þunga þeirra starfa sem
félagið hafði á sínum snærum, og sem voru eins og fyrri saga
félagsins vitnar um mörg og margvísleg þó tilraunastarfið
væri e.t.v. sá þáttur sem stóð Ólafi næst hjarta. Með minnk-
andi starfi eftir að Tilraunastöðin var leigð og því að þar kom
nýr tilraunastjóri, þótti eðlilegt að Ólafur yrði í stjórn félags-
ins, auk þess sem hann sinnti áfram framkvæmdastjórastöðu
Rf. allt til ársins 1965.
Þá kom árið 1952, inn í stjórn félagsins Jónas Kristjánsson,
mjólkursamlagsstjóri. Jónas hafði ekki verið áður í stjórn fé-
lagsins, en lengi verið mikill áhugamaður um störf þess og
setið aðalfundi. Jónas lét félagsmál á sviði búnaðar, einkum i
Eyjafirði, mjög til sín taka og var að honum mikill liðstyrkur
hvar sem hann lagði hönd að verki. Jónas sat í stjórn félagsins
til 1973 lengst af ritari og prýðir hin fagra rithönd hans bækur
félagsins. Síðasta árið, sem Jónas var í stjórn félagsins var
hann formaður þess.
Þriðji stjórnarmaðurinn 1952 var Steindór Steindórsson þá
yfirkennari, en seinna skólameistari Menntaskólans á Akur-
eyri. Steindór hafði setið í stjórn Rf. um árabil og þekkti þar
til allra starfa. Steindór varð formaður félagsins 1952, og
stýrði því þar til 1971.
í stjórn félagsins 1971 kom Egill Bjarnason, ráðunautur
Sauðárkróki og varð hann formaður 1973. Egill hafði komið
við sögu nokkru fyrr á aðalfundum, en auk þess mjög ötull
félagsmálamaður á ýmsum sviðum fyrir bændur bæði í
Skagafirði og víðar.
Hér fer á eftir skrá yfir stjórnarmenn og framkvæmdastjóra
Ræktunarfélagsins síðan 1952.
Formenn:
Steindór Steindórsson, skólameistari 1952-1971.
Jóhannes Sigvaldason, ráðunautur 1971-1972.
Jónas Kristjánsson, mjólkursamlagsstjóri 1972-1973.
Egill Bjarnason, ráðunautur 1973 og síðan.
15