Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Side 58

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Side 58
unar og ef hann treysti sér ekki til að áætla þyngd músarinnar, þá skyldi hann bara skrifa í bókina þunga heysins mínus mús og væri þá vandinn allur kominn yfir á herðar Olafs til- raunastjóra. Um þetta fór ég mörgum hæðilegum orðum, á meðan vigtunin stóð yfir og hló að. En allt í einu fann ég að músin hljóp upp fótinn á mér innan undir buxunum. Ég hætti að hlæja og sagði Armanni frá vandræðum mínum. En þá hló Ármann og því næst gerði hann það sem mér kom verst að kalla í stúlkurnar, sem voru að vinna nokkuð frá, og segja þeim að ég væri hjálpar þurfi, því að mús væri komin inn á mig og mér félli það illa. Eg hef aldrei reiðst við Ármann nema þá. Ég hafði hugsað mér að leysa þetta á hljóðlegan hátt með aðstoð hans, en hann þurfti þá endilega að koma í veg fyrir það með því að opinbera þetta. Fólkið kom allt þjótandi, safnaðist í kringum mig og upp- hóf ráðagerðir um hvernig best væri að ná músinni. Stelp- urnar skipuðu mér strax úr buxunum og það var einmitt það, sem ég hafði ætlað að gera, en nú neitaði ég, því að ég var brókarlaus, vegna sólarhitans, en sagði þó ekki frá því. Hins vegar skipaði ég stelpunum að hypja sig burtu, annars skyldi ég kæra þær fyrir vinnusvik og Ólafur tæki hart á slíkum brotum. Þær svöruðu fullum hálsi og sögðust vera hér í öllum rétti, því að Ármann hefði kallað þær til aðstoðar og þær færu ekki fyrr en vandræði mín væru leyst. Á meðan þessu fór fram hélt músin áfram að hlaupa um á mér berum þetta var ískaldur andskoti og nældi klónum í skinnið á mér til þess að hafa fótfestu. Ég kipptist allur við af hryllingi og reyndi að hrista hana niður úr buxunum, en það tókst ekki. Þó greip ég til þar sem hún var að skjótast í það og það skiptið og reyndi að koma henni í sjálfheldu svo að ég gæti tekið hana, en músin varðist fimlega og leitaði alltaf þangað, sem afdrep var að finna. Ég fer ekki nánar út í það. Aftur reyndi ég að koma stelpunum í burtu, en með sama árangri og fyrr. Þær sögðust kenna í brjósti um mig og ámálguðu að ég færi úr buxunum. Seinast missti ég þolinmæðina, því ég vildi fyrir hvern mun losna við þessa óvelkomnu skepnu. Ég snéri mér að stelpunum og öskraði: „Ég skal þá fara úr buxunum,“ 60
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.