Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Page 98

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Page 98
í Eyjafirði varðandi fóðrun. Farin var fræðslu og kynnisför til Svíþjóðar og Noregs dagana 4.-16. júní 1978. Sóttur var 29. ársfundur Evrópuráðs búfjárræktar (EAAP) í Stokkhólmi dagana 5.-8. júní. Dvalið við Uppsalaháskóla i tvo daga við að kynnast nýrri tækni við ákvörðun á meltanleika á heyi, þar sem vambarvökvinn, sem nota þarf, er djúpfrystur. Dagana 12.-16. júní var síðan dvalið að mestu við Háskólann í Ási í Noregi og skipst á skoðunum við ýmsa fagmenn varðandi fóðrun og kvillasemi mjólkurkúa og heyefnagreiningar. Þá var rætt við nokkra af forstöðumönnum rannsókna- og leið- beiningastarfsins í Noregi í því skyni að kynnast því hvernig þeim málum er háttað þar í landi. Ferðin var farin á vegum Ræktunarfélagsins með 140 þús. kr. styrk frá B.I. Kann ég báðum stofnunum bestu þakkir fyrir þetta tækifæri, til þess að víkka sjóndeildarhringinn. Allmikill tími hefur farið í ferðir á bæi þá, sem áðurnefndar rannsóknir fara fram á, auk þess sem rætt hefur verið við samstarfsmenn á Keldum suður varðandi selenrannsóknina. Þá starfa ég í nefnd, sem hefur það viðfangsefni að „kanna aðferðir til mats á fóðurgildi grasköggla“ og hefur verið haldinn einn fundur, hinn 18. maí 1978, til þessa í nefndinni. Búnaðarbókasafnið hefur ekki verið ofsælt af tíma mínum né annarra og ber það þess fyllilega óverðskulduð merki. Nokkur orð um „s]álfsbjargardómgreindina‘\ Eins og menn rekur e.t.v. minni til hefur undirritaður endað starfsskýrslur sínar með smáhugleiðingum um dómgreind manna tvö undanfarin ár, fyrst í heygæðum og síðast líðið ár á bústærðinni. Dómgreind má skilgreina sem hæfileika manna til þess að fella dóm í ákveðnu máli á grundvelli þess, að hafa þekkt og aðgreint veigamestu þætti þess og raðað þeim upp eftir mik- ilvægi og eðlilegum tengslum hvern við annan. Af þessu má ráða, að til þess að fella réttlátan dóm í máli, nægir engan veginn að hafa háa greindarvísitölu, ef veigamestu þættir málsins eru viðkomandi alls ókunnir. Það liggur því í augum uppi að þekking er frumskilyrði fyrir réttlátum dómi í hverju 100
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.