Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1911, Side 8
10
tilhlutun sambandsins. Bæði námsskeiðin voru fjöl-
sótt og fóru vel fram. Óefað eru slik námsskeið
])örf og vekjandi, og ættu að eiga framtíð.
12. Utvegað hefir verið fé til berklarannsókna á kúm í
Múlasýslum næsta vetur, kr. 300,00, eða kr. 150,00
úr hvorri sýslu. Þyrfti að halda því máli áfram, og
er aðalatriðið að fá áreiðanlegan mann til rannsókn,-
anna.
13. Stjórnarfundir hafa verið haldnir 6 á árinu, auk
mikilla bréfaskrifta stjórnarinnar.
14. Fjárhagur Sambandsins var þannig við síðustu ára-
mót, að það átti tekjuafgang til næsta árs kr. 1465.19,
og má því teljast góður. Þó má þar við athuga að
Sambandið situr inni með fé á þeim reikningi, sem
að réttu lagi átti að vera útborgað og er því í raun
réttri að skoða sem skuld kr. 1146,50.
15. Þessar eru fjárvonir Sambandsins á árinu:
a. Frá Búnaðarfélagi íslands . . . kr. 4000,00.
b. Frá Sýslusjóðum..................— 600,00.
Eiðum 20. júní 1913.
Kr. 4600,00.
Magnús Bl. Jónsson, Gunnar Pálsson,
Þórarinn Benediktsson.
Skýrsla
um íramkvæmdir stjórnar Búnaðarsamlbands Aust-
urlands frá 20. júní 1913 til 18. júní 1914.
1, Um starfsemi í gróðrarstöðinni vísast til skýrslu ráðu-
nauts um hana, er legst fram sem fylgiskjal hér með.
2. Hrútasýningar þær, er síðasta stjórnarskýrsla telur