Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1911, Side 9
11
fram eiga að fara haustið 1913, komust allar á síð-
astl. haust, og tókust allvel yfirleitt. Voru þó, því
miður, ekki svo vel sóttar, sem æskilegt hefði verið
í þeim hreppum sumum er nutu hinnar góðu tíðar.
Síðustu sýningarnar lentu í haustsnjóunum, og varð
það bæði til óþæginda og sýningunum til hnekkis.
Utvegað hefir verið fé til hrútasýninga norðan
Smjörvatnsheiðar í Borgarfirði haustið 1914, og verð-
ur það hlutverk væntanl. stjórnar að koma þeim á.
3. Stofnað hefir verið á árinu kynbótabú fyrir sauðfé á
Rangá, að tilhlutun stjórnarinnar og i samvinnu við
hana.
4. Verðlaunum fyrir góða hirðingu sauðfjár og naut-
gripa hefir verið úthlutað í 8 hreppum.
5. Verðlaun hafa og verið veitt fyrir áburðarhirðingu,
tvenn í Suður-Múlasýslu (1. og 3.) og ein í Norður-
Múlasýslu (3.). Af verðlaunafé úr sýslusjóðum er
þannig nú eftir óeytt frá árinu 1913: frá S.-Múla-
sýslu kr. 25,00 og frá N.-Múlasýslu kr. 60,00.
Virðist þetta benda á, að annaðhvort sé ekki
mikið um góða hirðingu áburðar í Múlasýslum, eða
að menn sinni litið þessari viðleitni sýslnanna til að
viðurkenna hana. Stjórnin tók síðastliðinn vetur það
ákvæði í fundargerð, að hér eftir gæti þeir einir
fengið verðlaun fyrir áburðarhirðingu, sem bæði
hefði þanghús og safnþrór.
6. Félagsplægingar Sambandsins halda áfram í sumar
með sama fyrirkomulagi og síðastl. ár. Hæpið er
að verkefni það, sem til er til sumarsins, vinnist
upp, og er því engin afturför i þeirri starfsemi enn.
Þó ber þess að geta, að ef skaplega gengur í sum-
ar, verður minna verkefni óunnið í haust, en eftir