Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1911, Síða 10

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1911, Síða 10
12 var 1913, og bendir það, ef til vill, á afturför í um- sóknum um plœgingar. 7. Félagsherfanir fara og fram i sumar til sláttar, og jafnvel eitthvað í haust. Hafa unnið að þeim tveir menn í vor til 12. þ. m., en einn síðan. Því mið- ur var altof seint unt að byrja, vegna ótíðar og frosta. 8. Pöntunum verkfæra, áburðar, sáðtegunda o. fl. hefir verið haldið áfram, sem undanfarið, að fráskildu girðingaefni, sem hætt er að panta, samkvæmt á- kvörðun aðalfundar 1913. 10. Yerkfærasýning við gróðrarstöðina hefir verið opin 1913—14, eins og undanfarið. 11. Bændanámskeið var haldið við Eiðaskóla síðastliðinn vetur, með styrk frá Sambandinu, kr. 140,00. Auk þess kom Samb. á námsskeiði á Vopnaíirði, sem kostaði það um kr. 90,00. Bæði voru námsskeiðin vel sótt, og virðast líkur til, að slíkar stofnanir eigi framtíð fyrir sér, enda sé vekjandi. 12. Hin fyrirhugaða berklarannsókn á kúm komst ekki á siðastl. vetur, vegna þess að stjórnin gat ekki fengið inann til þeirra, er henni þætti trúandi fyrir starfinu. 13. Stjórnarfundir hafa verið haldnir 4 á árinu. 14. Fjárhagur Sambandsins við síðustu áramót var þannig, að það átti tekjuafgang til næsta árs kr. 349,52. Þar við er þó að athuga, að Sambandið situr inni með fé á þeim reikningi kr. 85,00 sem í rauninni ekki getur talist því til tekna.

x

Búnaðarsamband Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.