Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1911, Page 29

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1911, Page 29
31 félagsins á Egilsstöðum. Frá 30. júlí til 11. ágúst ferðaðist eg um Breiðdal eftir beiðni Búnaðarfélags- ins þar. í Eydölum mældi eg fyrir vatnsleiðslu í bæinn og hallamældi fyrir áveitu á Árnastaðamýrar og Selbala. Áveituvatnið tekið úr Selá. Þá athugaði eg ennfremur, hvort tiltækilegt mundi að ná vatni úr Breiðdalsá yfir Lambeyna með litlum kostnaði. En eigi virðist það muni vera neitt ódýrt verk. Ennfremur athugaði eg girðingarstæði, leiðbeindi um áburðarmeðferð o. fl. Á Tóarseli athugaði eg og leiðbeindi um áveitu úr Skarðsá. Og líka athugaði eg hvort bóndanum mundi vel kleift að gera varnir gegu ágangi af Dalsá, sem hleypur á landið og brýtur af engjum. Kostnaður virlist vera mikill, en hinsvegar mjög óvist að hægt væri að bægja ánni algerlega frá landinu, og hinsvegar eigi að ræða um nema hjb. 50 liesta engi, sem þó er til núna að mestu fyrir vatnagang úr Dalsá. Á Þorvaldsstöðum mældi eg og merkti fyrir túngirðingu, og á Ásunnarstöðum skoð- aði eg áburðarhirðingu hjá Stefáni bónda Árnasyni, sem sótt hefir um verðl. fyrir áburðarhirðingu. Á Höskulds- stöðum mældi eg stærð túnsins og í Höskuldsstaðaseli fyrir áveitu í svonefndum „Flóa“. I þessari ferð mældi eg fyrir áveituskurði úr Grímsá, og fyrir stíflugarði til að ná ánni yfir Svæðurnar á Ket- ilsstöðum á Völlum. 15.—16. ágúst fór eg á Seyðisfjörð. 24.—31. ágúst ferðaðist eg um Fljótsdal og Fell. A Fljótsdal leiðbeindi eg í nýyrkju, garðrækt, áburðar- meðferð og vatnaveitingum. Auk þessara leiðbeininga mældi eg fyrir framræslu á túnauka á Skeggjastöðum og Ási í Fellum.

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.