Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1911, Blaðsíða 36
38
og féll þá allt grasið. Samt kom það vel til aftur og
góð var orðin von um sæmil. uppskeru um miðj. ágúst.
En svo kom skarpt frost 20. ágúst og féll þá grasið á
nýjan leik og átti nú ekki framar viðreisnar von. Nokk-
uð fékkst af útsæði úr þessum sorglegu leifum og verð-
ur það reynt næsta ár. Jarðeplin voru frá Brekku,
Arnheiðarstöðum og Klaustri í Fljótsdal. Munur virtist
sama sem enginn á þroska þeirra. Ertum 4 tegundum
var sáð í ár: Mickelets grönert, Rapide, Ringrikes grö-
nert og Snedingi. Rapide blómgaðist langfyrst, mynd-
aði einnig nokkra belgi, en frostin hömluðu frekari
þroska. Ef nokkurt gagn á að verða að þessum til-
raunum, verður óefað að sá ertunum sem allra fyrst
að vorinu, því það virðist auðsætt, að haustfrostin taki
alveg fyrir þroska ertunnar í belgnum.
Af öðrum matjurtum reyndist blómkálið langbest,
einkum þó það, er sáð hafði verið. Bæði urðu höfuðin
á ^þvi langstæðst og svo þroskuðust þau mörg hver
miklu fyr en hin. Var allmikið selt úr Gróðrarstöðinni
til reynslu á Seyðisfjörð og þótti ágætt. Með skynsam-
legri meðferð ætti því að mega hafa mikið gagn af því
hér á Austurlandi. Hnúðakál, Savoykál og Toppkál
spruttu einnig mikið vel. Og mundi að líkindum í flest-
um árum mega hafa mikið gagn af þessum tegundum
ef menn kynnu eða vildu hagnýta sér þær. Grænkál
og karsi uxu einnig ágætlega. Hvítkál þroskaðist eigi
vel, höfuðin urðu lítil eða nær engin, samt hefir það
aldrei komist eins vel á veg og í ár. Um Rauðkál er
sama að segja. Rósakál náði furðanlegum þroska, þótt
eigi væri hann mikill, og eigi óx það mikið síðar, er
sáð var, en hitt, er gróðursett var. Rauðrófur (Rödbe-
der) hafa aldrei uáð neitt svipuðum þroska sem í ár, enda