Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1911, Síða 40

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1911, Síða 40
42 Dálitið stykki var látið standa 'ram á hanst, er sýna skyldi, hversu miklum Jiroska kjarninn mætti ná. Þrosk- unin stansaði öll eftir frostin sem komu seinni partinn í ágúst og í september. Auk þess, sem áður hefir verið getið, var sáð all- miklu af blönduðu korni, rúgi oghöfrum og byggi. Gaf það all misjafna eftirtekju eftir sáðtíma, jarðvegi o. fl. 4. Grasrækt. Þetta árið hefir grasrækt verið með langminsta móti. Kemur það sumpart af því að fræræktarreitir þeir, sem sáð var í síðasta ár, brugðust algerlega, og varð þvi að plægja þá upp á miðju sumri, sumpart af því að töðuvöllur sá, sem sáð var í 1908 og þar fyrir var plægður upp í fyrra haust, varð eigi notaður en eigi verið unt að koma nýjuin grasvelli fyrir ennþá. Af fræræktar reitunum frá 1909 fékkst ekkert fræ í sumar, en tvíslegnir voru þeir þótt snöggir væru fremur. Sáðtímatilraununum var haldið áfram eins og að undanförnu samkv. fyrirmælum Ræktunarfundar frá 1908 (sjá Búnaðar. 23. ár bls. 73). Sáðtímunum i apríl og maí varð eigi fylgt, en i þess stað sáð 8/4 og 15/5, hinum sáðtímunum haldið. Reitirnir frá 1909 og 10 voru tvíslegnir, þólt frennir væru þeir snöggir. Sáðtímatilraunir þessar virðast benda til þess, að æskilegast væri að sá grasfræi sem fyrst á vorin. Þau 3 ár sem tilraunir hafa verið hér um sáðtíma, hefir eigi orðið sáð fyr í april en 8. 1911 og 21. 1909. 1910 varð alls eigi sáð í apríl eða maí. I maí var sáð 1909 þ. 6. 1910 aldrei og 1911 þ. 15. Þessir sáðtímar virðast full- einarðlega benda á stopulleik sáðtímans í hinum fyrstu vormánuðum; einmitt þeim, sem heppilegast mundi að

x

Búnaðarsamband Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.