Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1911, Qupperneq 41

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1911, Qupperneq 41
43 sá grasfræi, Til þess að ráða bót á þessu hlaut sú spurning eðlilega að koma frarn, hvernig menn gætu trygt sér grasfræ í jörðu svo snemma að líkur væri til að það bæri ávöxt á fyrsta ári. Margt virtist því benda til þess, að ekki mundi ein- asta óhætt að sá fræinu seint að haustinu, heldur mundi það einmitt vera æskilegt. Með því hlaut að vera full trygging fyrir því að fræið gæti spírað við fyrstu hent- ugleika að vorinu og þannig notið hins lengsta vaxtar- tíma. Þetta var tilefni til þess að undirbúningstilraun var gerð í þessu skyni haustið 1910. Til tilraunarinnar voru valdir rúmlega 8 arar. Ut- skæklar, sem illt var að vinna og litið hafði verið sáð í eða alls ekkert. Var spilda þessi unnin og jöfnuð eftir föngum og grasfræi (valllendisblöndun) sáð 30. okt- 1910. Á helmingnum á stykkinu var fræinu rakað nið- ur, á hinum helmingnum látið liggja óhreift ofan á. Áburður var enginn borinn á fyr en í vor, þá var dreift um dálitlu af Chilisaltpétri. í vor kom þetta grasfræ heldur fyr upp en það sem sáð var 8. apríl (enda skemdist sá reitur af vatns- gangi), en mjög vildi vöxturinn verða misjafn. Það grasfræ sem eigi var rakað niður óx mikið meir og betur og varð einhver blómlegasti bletturinn í allri Stöð- inni. Slegið 25. ágúst og gaf þá að meðaltali 33,0 kg. af aranum = 1056,0 kg. af dagsláttu. Skal þess þó getid að eigi náðist nema s/4 af grasinu vegna þess hve hnúskóttur jarðvegurinn var. Þar sem fræið var rakað niður, kom það miklu seinna til og átti erfiðara uppdráttar, enda var sá blett- ur mjög ásóttur af illgresi. Var því eigi annað ráð fyrir hendi en slá hann seint í júlí til að hindra vöxt

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.