Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1911, Side 42

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1911, Side 42
44 illgresisins og þétta rótina. Var }m notað sláttulag Orms Stórólfssonar og allir hnjiiskar og ójöfnur slegn- ar með, svo hann var vel ljáþýður næst þegar hann var hærður. Við slátt þennan lagaðist rótin mikið og illgresið náði sér eigi aftur. Bletturinu var hærður aft- ur 9. sept. en lítil var eftirtekjan. Það sem mest er um vert, hann lofar góðu á næsta sumri. Tilraun þessi virtist gefa svo góða bendingu að stofnað var til reglulegrar tilraunur í þessu efni í haust. 5. Áburðartilraunir. Þessum tilraunum var haldið áfram samkvæmt till. Ræktunarfundar 1908 (sjá Búnr. 28. ár, bl. 67). Þyk- ir eigi þörf að skýra nánar frá þeim tilraunum að svo stöddu. Þá hefir verið drepið á hið helsta af eiginlegum til- raunum, sem gerðar hafa verið á sumrinu, og skal þá stuttlega skýrt frá því, sem framkvæmt hefir verið í hjáverkum við gróðrar tilraunirnar. 6. Veðurathuganir. Þeim hefir verið haldið áfram frá fyrra ári og þær fullkomnaðar dálítið. Athuganir eru gerðar þrisvar á dag; kl. 8. f. h., 2. s. h. og 9. e. h. og þá athuguð vindstaða og magn, veðurátta, loftþungi, lofthiti og loftraki. Urkoma er mæld kl. 9. e. h., en með því að eigi er til nema 1 regnmælir getur mælingin eigi orðið nákvæm að vetrin- um til. Athuganirnar hafa verið gerðar á sama stað frá Us til ársloka. 1. ágúst var 4 jarðhitamælum bætt við. Þeir eru: 1 í yfirborði, annar 6”, þriðji 12” og fjórði 18” djúpt

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.