Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1911, Side 44

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1911, Side 44
46 Ráðunautu.i hefir haft umsjón með öllum frani* kvæmdum. B. fastir verkamenn, 1 rúma 5 mánuði, 2. 5!/„ mán. eða vel það. 1 lærlingur dvaldi í stöðinni frá u/5—24/6. Bergur G. Jónsson frá Hlíð í Lóni. Eiðum 28. janúar 1912. Ben. Kristjámson. SkýrsJa til stjórnar Búnaðarsainhandsins Austurlands, um gróðurtilraunir í Gróðrarstöðinni á Eiðum árið 1912. I Gróðrarstöðinni voru gerðar tilraunir í ár og að undanförnu, en af ýmsum ástæðum hafa tilraunirnar eigi borið tilætlaðan árangur. Aðalástæðan fyrir því að tilraunir heppnast illa í Gróðrarstöðinni mun vera sú, að jarðvegur er of grunnur og ófrjór. Ef á einhvern hátt yrði úr því bætt mundu tilraunirnar verða jafnari og vissari. Höfuðástæðan mun samt hafa verið síðast- liðið ár, að tíðarfarið var mjög stirt. Sumarið kom að vísu snemma, en allan fyrri partinn voru óvenjumiklir þurkar með talsverðu frosti á nóttum. Ágústmán. sem annars er aðalvaxtartími flestra jurta hér á landi, var í sumar óvenju kaldur og rakasamur, enda hefir víðar orðið tjón að því í ár en hér á Austurlandi. Meðalhiti þess mánaðar í ár 5,98° C., eða 3,5—4° C. lægri en 2 árin næstu á undan. Uppskeran varð því miklu minni en ella hefði mált búast við.

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.