Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1911, Qupperneq 46
4S
Skýrsla
til stjórnarnefndar Búnaðarsambands Austurlands
um gróðurtilraunir í og utan Gróðrar-
stöðyarinnar á Eiðum ár 1918.
Tilraunum innan stöðvarinnar hefir verið haldið
áfram í svipuðum stíl og að undanförnu.
Haldið áfram nieð samanburðartilraunir á ýmsum
bygg og hafrategundum, en á næsta ári verður þeim að
líkindum hætt. Þá hefir og verið haldið áfram með
samanburðartilraunir á ýmsum fóður og gulrófnaafbrigð-
vim. Og með sáðtímatilraunir á grasfræi; einnig byrjað
að prófa hinar einstöku tegundir, sem eru í hinni venju-
legu grasfræsblöndu, hverja útaf fyrir sig. Er það mik-
ilsverð tilraun, því talsvert bendir á að sú grasfræsblönd-
un, sem nú er notuð sé ekki allskostar heppileg. Þá
hefir verið byrjað á bendingartilraunum um það, hversu
mikinn áburð muni vera heppilegt að bera i kálgarða,
og þá um leið gerður samanburður á tilbúnum áburði
og húsdýraáburði. Tilraunum hefir verið haldið áfram
um ýmsar garðjurtir, bæði í og utan vermireita, eins og
að undanförnu.
Uppskera varð úr Gróðrarstöðinni í ár 85 bestburðir
af heyi, venjulegri töðu og hafra- og byggheyi, og 85 tn.
af rófum. Auk þessa talsvert af garðávöxtum og dálít-
ið af jarðeplum.
A umræðufundi um búnaðarmál, sem haldinn var i
Rvik dagana 26.—81. ágúst 1912, var ákveðið að bæta
við tilraunir þær, sem taldar voru upp á umræðufundi
á Akureyri 1908. Tilraunir þessar skildi gera í öllum
landsfjórðungum. Það sem mesta áherzlu átti að leggja
á, var: