Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1911, Page 47

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1911, Page 47
4y Í. Á hvern hátt óræktuðu landi yrði fyrst og hagan- legast breytt í ræktað land. 2. Hver áhrif heíir beit, bæði haust og vor, á túnræktina. 3. Hver er hinn heppilegasti ávinslutími á hverjum stað. 4. Rannsaka ber, hver sléttunaraðferð er ódýrust og bezt. Hinar 3 fyrstnefndu tilraunir hafa verið teknar upp. En vegna þess að ekki hagar svo til, að unt séaðgera þær i Gróðrarstöðinni sjálfri, hefir verið útvegað land fyrir þær annarsstaðar, og það að nokkru leyti verið girt. Beitartilraununum hefir verið komið fyrir á Eið- um í túninu þar. Nýyrkjutilraunum á Hjartarstöðum í óyrktum bletti þar innan túngirðingarinnar. Stærð tilraunasvæðisins haft 28 arar. Ávinslutilraununum á Rangá í Hróastungu. Tilraunum þessum verður svo haldið áfram, og þær fullkomnaðar eftir því sem ástæður leyfa að girð- ingum og öðrum merkjum. Árangur þeirra birtur, þeg- ar þeim er lokið. Sumarið 1913 voru heyjaðir 50 hestburðir af heyi utan gróðrarstöðvarinnar. Álls hefir verið unnið í Gróðrarstöðinni og utan hennar 3223 stundir af mönnum og 1364 stundir af hestum Sambandsins. Verkstjóri hefir verið Þorsteinn Stefánsson frá Eiðum. Auk þess, sem þegar er getið, hafa veðurathuganir og jarðhitamælingar verið framkvæmdar alt árið. Eiðuin í maí 1914. Benedikt G. Blöndal. 4

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.