Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1911, Page 50
52
Nöfn Grömm Aurar Hitaein
Flutt 5200 21 1065
Tvíbökur 125 11 450
Tólg 250 23 2600
Salt (2 matskeiðar) . . . n n n
Pipar (*/| teskeið) . . . n n n
Samtals 5575 55 4115
Kartöflukúlur í þessari uppskrift eru búnar til alveg
eins og kartöflukúlur I. Þegar búið er að sjóða kar-
töflurnar má saxa þær saman einu sinni í söxunarvél.
Kúlurnar má hafa í jafningi í staðinn fyrir eggjahvítu.
Öllu kryddi er hrært saman við, þegar búið er að
saxa kartöflurnar.
Kartöflusnúðar.
Nöfn Grömm Aurar Hitaein
Kartöflur 1000 12 900
Hveiti 80 1 105
Kartöflumjöl 20 1 68
Egg (4) 200 24 320
Tólg 250 23 2600
Laukur 90 2 45
Salt (^ matskeið) . . . V n n
Muskat (^/a teskeið). . . n n n
Samtals 1596 63 4038
Kartöflurnar eru þvegnar, soðnar í saltvatni, flysj-
aðar og saxaðar einu sinni í söxunarvél, ásamt laukn-
um. — Hveitinu kartöflunum og múskatinu er hrært
saman við, og eggjuuum einu og einu. Salti má bæta
við eftir vild. — Þegar búið er að hræra deigið vel, er
það lagað til í snúða með skeið, og um leið látið í
heita tóig. Snúðarnir eru brúnaðir jafnt á báðum hlið-
um (móbrúnir) við meðalhita .