Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1911, Page 55
57
Öhreinu blöðin eru tekin frá; höfuðið skorið í 4
parta, þvegið og soðið í saltvatni í x/2 klsf., eða þangað
til það er orðið meyrt. Þá er það tekið uppúr og soð-
ið látið síga vel af, og svo skorið i sundur í dálitlar
ræmur. Smjörið er brætt, hveitinu hrært saman við
það og mjólkinni smáhelt á. Á meðan er hrært stöð-
ugt í, og jafningurinn soðinn í 10 mín. Piparinn og
kálið er þá látið saman við, og saltað eftir vild.
Jafningurinn er borðaður með ýmsum kjötmat eða
steiktum snúðum.
Blómkál í jafningi.
Nöfn Grömm Aurar Hitaein.
2 Blómkálshöfuð.... 1000 50 350
Smjör 50 8 400
Hveiti 50 2 175
Undanrenna 250 5 100
Salt, pipar, múskat. . . T) 1 T)
Samtals 1350 66 1025
Grænu blöðin eru tekin í burtu, og skorið neðan
af leggnum, og blómkálið þvegið, soðið í saltvatni í 20
—30 mfn. Smjörið brætt, hveitinu hrært saman við,
og mjólkinni smáhelt í — líka má jafna með blómkáls-
soðinu, sé það ekki of salt. Þegar sósan er hæfilega
þunn, er gott að hræra út í hana 2 eggjarauðum. Krydd-
ið er nú látið út í og saltað eftir vild. Seinast er blóm-
kálið Iátið útí og hitað vel í gegn.
Blómkál er borðað þannig tilreitt með ýmsum kjöt-
mat. Blómkál er líka borðað soðið með hrærðu smjöri.
Smjörið er þá borið inn sér. Sé leggurinn trénaður,
þarf að skera hann burt.