Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1970, Blaðsíða 166

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1970, Blaðsíða 166
166 FRA HALLGRIMI SCHEVING hið fyrsta að gjöra generalregistur yfir allt saman, því án þessa getur ein íslenzk orð- bók aldrei komizt til neinnar ákjósanlegrar fullkomnunar, og er þó samt eftir philo- sophice að niðurraða merkingum orðanna og leiða þær rétt út af dæmunum á hvörj- um stað, sem er meira en eins manns verk, ef allt skal vera vel. Aungvum algjörlegum skáldaorðum hefi ég gefið rúm í mínu samsafni, því menn ættu að hafa sérskilda orð- bók yfir þau. Um þetta hefi ég fyrir þá sök verið svo margorður, að Rask skrifaði mér í sínu síðasta bréfi, að það stæði á mér, að hann ekki gæti látið fara að prenta þá Lag- færing og orðaviðbót, er hann hér í landi hefði gjört við Lexicon Síra Björns. Af þessu sérðu þá, að honum eða þeim, sem hans umboð á hendi hefur, sem þú másk ert, ekki tjáir að bíða eftir mér." Þess var ekki að vænta, að Rask innti Hallgrím eftir tillagi hans fyrst um sinn, því að snemma árs 1818 lagði hann af stað í austurförina miklu til Finnlands, Rússlands, suður yfir fjallið Kaukasus og allt austur á Indland og sneri ekki heim úr þeirri ferð fyrr en 1823. Ymsir urðu til að fagna heimkomu hans og meðal þeirra Sveinbjörn Egilsson, er skrifaði honum frá Bessastöðum 7. ágúst 1823. I því bréfi segir Svein- björn Rask það m. a. í fréttum, að hann hafi eftir komu sína til Islands (1819) feng- izt sér til skemmtunar við vísnaskýringar og loks farið að búa sér „til dálitla orðbók yfir vísurnar í Snorra-Eddu og sumum prentuðum sögum". * Ári seinna í bréfi til Carls Christians Rafns 26. júlí 1824,2 ræðir Sveinbjörn við hann um uppkast að skáldamálsorðabók sinni og kallar hana ófullkomna tilraun. En þeir Rask og Rafn létu hann ekki úr þessu í friði, heldur hvöttu hann óspart til að halda orðabókarverki sínu áfram. Sveinbjörn víkur stundum að orðasöfnun Hallgríms Schevings, m. a. í bréfi til Rasks 15. ágúst 1825,3 þar sem hann segir: „Ég held maður gæti hleypt fram af sér að hugsa upp á prósaísku orðabókina, því dr. Scheving hefir alltaf verið að safna til hennar, og að því er hann ennþá, og að því verður hann, og væri því bezt að fá hjá honum safnið, þá fram líða stundir." I yfirlitsgrein um íslenzk orðabókarstörf á 19. öld, er dr. Jakob Benediktsson birti í Andvara 1969, getur hann sér þess til, að Rask hafi reynt að fá orðasafn Hallgríms og væri handritið Lbs. 220 8vo árangur af slíkum tilmælum. Ljóst sé, að Hallgrímur Scheving hafi átt þetta handrit, sem sé hreinrit með hendi annars manns, því að hann hefur víða skrifað í það viðbætur og leiðréttingar. Þá sýni tilvitnanir í bækur, að handritinu sé lokið skömmu eftit 1830 eða um svipað leyti og Rask dó (1832), og hafi þá komið afturkippur í allt saman, Hallgrímur varpað í svipinn frá sér hug- myndum um að koma safninu á framfæri. Allar líkur benda þannig til, að Rask hafi rifjað upp fyrri tilmæli sín við Hallgrím um tillag hans til fyrirhugaðrar viðbótar við orðabók Björns Halldórssonar, því að 1 Breve íra og til Rasmus Rask, udgivet ved Louis Hjelmslev, Kbh. 1941, II 74. 2 Ny kgl. saml. 1599 fol. C. C. Rafns Papirer I, 1. 3 ÍB. 94 4to.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.