Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1970, Side 197

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1970, Side 197
FRÁ HALLGRÍMISCHEVING 197 það vera eins og þér segið, en sé jafnframt haft tillit til almúga á íslandi, þá gjörir hið litla brot bókina útgengilegri en ef hún væri í stóru áttablaðabroti, því sjóróðramönn- um, sem búa sig í verið, þykir hægra að stinga í vasa sinn bókinni með litla brotinu, ef þeir á annað borð ætla að skemmta sér við sögulestur á landlegudögum, eins þeim sem fara á aðra bæi og ætla sér að vera þar nætursakir og skemmta þeim með sögu- lestri, sem fyrir eru. Eg hefi heyrt haft eftir nokkrum mönnum hér, að sér þvki þess- konar brot á bókum yfirburða snyrtilegt og handhægt. Seinna í sama bréfi yðar segizt þér halda, að íslenzkumálfræði, sem ætlazt sé til, að fullorðnir menn lesi á Islandi, sé að öðru jöfnu því betri, því lengri sem hún sé. Að af tveimur bókum um sama efni, hljóti sú að vera betri, sem lengri er, þegar allt annað er j afnt, það held eg satt sé, af því lengri bókin getur verið hinni nákvæmari og ýtarlegri og tekið fleira af því fram, sem vert er að vita. En þegar litið er til fullorðinna manna á íslandi, og þeir elztu í skólanum eru frágengnir, mun trauðla þurfa að gjöra ráð fyrir öðrum, sem langa málfræðisbók í móðurmáli sínu lesa og geti haft gagn af henni, en nokkrum stúdentum og fám einirm prestum, því að bændastéttarmenn, sem enga grammatík hafa lært, kaupi dýra grammatík, leggi sig síðan niður við það að lesa bana með þeirri alúð, að þeir geti komizt niður í henni og geti haft hennar not, við því er ekki að búast. En verði allt það tekið frá almennri grammatík inní íslenzku málfræðina, sem þurfa þætti, til þess að almúgamenn gæti haft hennar not, þá yrði bókin þeim mun ógirnilegri hinum litla hóp menntaðra manna, sem hana mundu helzt eða jafnvel að eingöngu kaupa. Ekki væntir mig fyrir því muni þurfa ráð að gjöra, þegar nokkrir Islendingar í Kaupmannahöfn eru frágengnir, að margir kaupi þessa grammatík, hversu vönduð sem hún væri, í Danmörk og Noregi, og því síður í Svía- ríki, einkum, og enda hvort heldur sem er, þar hún á að vera á íslenzku. En svo álít ég hana, og íslenzka réttritunarfræði, löndum vorum þarfa, að mér finnst vér íslendingar getum miklu heldur án verið vönduðustu útgáfu af Nj álu, þó sú saga sé í mörgu tilliti harla vel samin, en áðurnefndra bóka. En nú hverf eg aftur til hins, að eftir því sem hér stendur á, er allt undir því komið, hvort fjárhagur bókmenntafélagsins er svo á sig kominn, að félagið geti staðizt þó mjög lítið seljist af þessari grammatík á hverju ári, því ekki efast eg um, að hún muni ganga öll út með tímanum, ef hún er vönduð vel, eins og hún þarf að vera frá yður, sem bæði getið og eigið að láta það á henni sjást, að þér að þekkingu íslenzka fornmálsins berið langt af öllum Islendingum, sem nú lifa, síðan dr. Egilsens missti við. Áður en eg skilst algjörlega við þær hugsanir, sem vöknuðu hjá mér útaf því, sem eg áður minntist á úr fyrra bréfi yðar, hvar þér segið, að íslenzkumálfræði sem ætlazt sé til, að fullorðnir menn lesi á íslandi, sé að öðru jöfnu því betri sem hún sé lengri, langar mig til að minnast á eitt, sem eg vil hiðja yður að reiðast mér ekki fyrir, þó verið geti að það sé ekki annað en röng ímyndan, og það er þetta: Mér finnst sjá mega á Frumpörtum íslenzkrar tungu, að þér hafið fyrirfram ásett yður að láta bókina ná vissri arkatölu, og því teygt úr henni með of miklum dæma fjölda, jafnvel þó bókin hefði nægilega getað frætt menn um það, sem þar er kennt, í styttra máli. Að engum gæfist tilefni til að leiða sér slíkt hið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.