Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1970, Blaðsíða 188

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1970, Blaðsíða 188
188 FRÁ HALLGRÍMI SCHEVING við að trúa því, en bráðum sá eg á yðar eigin bréfi, að þér voruð ekki orðnir andlega dauðir - eg leyfi mér að kalla það svo - og líka fannst mér viðureign yðar við Hansen skólaráðið lýsa meira þreki en andlega dauður maður mundi hafa sýnt. Loks fannst mér það liggja í augum uppi, að þér munuð ekki þiggja kennaraembætti í íslenzku við Kaupmannahafnar háskóla, þó yður stæði það til boða, því síður að fyrra bragði óska að fá það, ef þér hefðuð fundið yður eins á yður kominn og þér segið. Ef þér verðið ekki lakar á yður komnir með andlega þróttleysið, þegar yður berast þessar línur í hendur en þegar þér skrifuðuð mér, er yður óhætt að trúa mér til þess, að þér eruð ekki - sem betur fer - orðnir andlega afllausir og fjörlausir, og að yðar eigin ímyndan sé ekki að trúa, ef hún segir yður hið gagnstæða. Eg bæði vona og óska að ímyndan þessari takist ekki að hamla yður frá að beita þeim krafti, sem í yður er, við þau störf, sem þér hafið á hendi og munduð takast á hendur, ef hún væri ekki að telja það úr. Þó eg sé ekki fær um að leggja yður ráð, knýr mig samt einhver innvortis hvöt til að vara yður við því að segja það ekki svo hátt, „að þér séuð andlega fjörlausir og afllausir", að Kaupmannahafnar menn heyri, meðan þér hafið hug á því að verða gjörðir að háskólakennara í íslenzku, því trauðla mundi þeim manni verða veitt það embætti, sem þannig væri á sig kominn. Nóg um þetta efni, nú til annars. Eg verð að biðja yður að reiðast mér ekki þó mér verði ef til vill þráspurt um sama hlutinn. Eg held eg hafi oftar en einu sinni spurt yður í bréfum mínum, hvað liði hinum íslenzku orðbókum þeirra Cleasby og Ungers, og samt langar mig enn til að spyrja að hinu sama. Rektor Sveinbjörn Egilsson kvað hafa selt Rafni orðbók sína yfir forna skáldamálið okkar, og vonuðust menn hér eftir, að Rafn mundi hið allra fyrsta byrja á að láta prenta hana, en um það heyrist hér þó ekkert. Hvað þessu líður mun yður vera kunnugra en oss hérna. - Með þessum seðli sendi eg yður 1 rdb, sem seinna hluta míns árlega tillags til Det oldnordiske Literatur Samfund, sem og 80 skildinga fyrir Fagurskinnu, sem þér senduð mér, og verð eg að biðja yður að vitja lítilræðis þessa hjá alþingismanni herra Jóni Sigurðarsyni. Fyrirgefið fráganginn á seðli þessum. Yðar elskandi H. Scheving Reykjavík, 7. ágúst 1848 Hæstvirti elskulegi Lektor! A morgun heyrist, að kaupmaður Petersen ætli að halda héðan. Með honum fer stúdent Karl Andersen, sem eg hefi í hyggju að biðja fyrir þennan miða, og á honum að fylgja 1 rbd, sem er fyrri hluti míns þessa árs tillags fyrir það, sem komið hefir frá Fornritafélaginu síðan í haust er var, nefnilega Bjarnar sögu Hítdælakappa og Vopn- firðingasögu með nokkrum þáttum, sem þér seiíduð mér með bréfi dagsettu 5. apríl þ.á. Með síðara bréfi yðar, dagsettu 1. maí, senduð þér mér Alexanders mikla sögu, útgefna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.