Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1970, Blaðsíða 161

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1970, Blaðsíða 161
FRÁ HALLGRÍMI SCHEVING 161 I þessum fáu orðum koma fyrir tvær skekkjur. Hin fyrri er sú, að Hænir er sagður hafa gefið mönnum vitið. Væri það satt, mætti ætla, að hann hefði verið gæddur af- burða vitsmunum, en það var öðru nær, að því er Snorri kennir oss. Hann var að sögn Sncrra svo vænn álitum, að Vanir tóku hann þegar til höfðingja, en jafnframt svo heimskur, að á þingum, þar sem fyrir hann komu vandamál, varð hann að spyrja hinn vitra Mími ráða, og væri hann eigi nær, svaraði Hænir æ hinu sama: „Ráði aðrir." - Hvernig gat þá Hænir, sem bjó ekki einu sinni yfir nægu viti handa sjálfum sér, lagt mönnum nokkra vitsmuni til? Eg vil a. m. k. ekki ætla, að hann hafi í þetta sinn gefið meira en hann mátti auðveldlega missa. Hvers vegna veitti hann þeim ekki held- ur eitthvað af þeim vænleik, er enzt hafði honum til höfðingjatignar. Það hefur hann raunar víslega gert, því að menn hafa á dögum Snorra tvímælalaust lesið umrædda vísu á annan veg en nú. Hefði svo ekki verið, hefði Snorri ekki sagt þannig frá þessu, því að hvar gat hann vænzt þess, að frásögn hans yrði trúað, þar sem hún gekk í ber- högg við frásögn Völuspár, sem jafnan hefur verið talin höfuðverk í norrænni goða- fræði og til er vitnað í Eddu tíu sinnum oftar en allra hinna goðakvæðanna saman- lagðra. Þess er ekki kcstur hér að fylgja Hallgrími lengra eftir á þessari braut, og verður því hcrfið að öðru efni. Þegar Hallgrímur Scheving hóf kennslu á Bessastöðum haustið 1810, urðu latína og latneskur stíll kennslugreinar hans. Hallgrímur víkur ögn að kennslu sinni í bréfi til Konráðs Gíslasonar 31. ágúst 1844 (sjá 182. bls. hér á eftir). Kveðst hann hafa sótt „um yfirkennaraembættið með því móti, að ég mætti losast við hina latínsku stíla, á hverjum ég væri farinn að lýjast, en verja því, sem eftir er krafta minna, til þess að útleggja latínu og segja til í móðurmálinu (ég meina íslenzku)." Hallgrímur hefur óttazt, eins og vér sjáum ennfremur í bréfi hans, að móðurmáls- kennslan yrði afskipt, og vill vara við þeirri hættu í tæka tíð. Hallgrímur varð að vísu yfirkennari 1846, en íslenzkukennslan kom hins vegar ekki í hlut hans. Eftir flutning skólans frá Bessastöðum 'til Reykjavíkur það sama ár (1846) var íslenzka loks kennd sem sérstök námsgrein, og annaðist Sveinbjörn Egilsson þá kennslu, unz Halldór Kr. Friðriksson tók við henni 1848. Þótt fyrir miklu væri, að þessi kennsla kæmist á, var ekki síður um vert þá tilsögn í móðurmálinu, er þeir Hallgrímur Scheving og Sveinbjörn Egilsson veittu nemendum sínum, er þeir þýddu fyrir þá og lásu með þeim latnesk og grísk snilldarverk. Sú alúð, er þeir lögðu við það verk, varð hinum ungu sveinum til fyrirmyndar og bar um það er lauk ríkulegan ávöxt í vandaðra málfari íslenzkra menntamanna og þar út í frá þjóð- arinnar allrar. Freistandi væri að kanna í þessu skyni þýðingar Hallgríms Schevings, þær er varð- veittar eru í eiginhandarriti eða handritum lærisveina hans í Landsbókasafni, en það verður ekki gert hér, heldur einungis birtur sem sýnishorn stuttur kafli úr þýðingu Hallgríms af einni ræðu Ciceros, upphafinu á ræðu hans til varnar Sextusi Rosciusi. Þýðing ræðunnar allrar er til með hendi Runólfs M. Olsens í Lbs. 897 8vo, og hefur henni (í uppskrift Runólfs) verið lokið í janúarmánuði 1831. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.